- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor Gísli þakkaði traustið

Viktor Gísli Hallgrímsson er efnilegasti markvörður heims um þessar mundir. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Eftir að hafa verið valinn maður leiksins í síðasta deildarleik GOG fékk Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, tækifæri til þess að byrja í marki liðsins í kvöld þegar GOG sótti Lemvig heim á Jótland.


Viktor Gísli þakkaði traustið og fór á kostum í markinu. Hann varði 15 skot, 37%, í fimm marka sigri GOG, 31:26. Liðið var yfir allan leikinn og hafði tvö mörk í forskot þegar leikhlé var gert eftir 30 mínútur, 15:13. Norski landsliðsmarkvörðurinn Thorbjörn Bergerud mátti gera sér að góðu að sitja á bekknum frá upphafi til enda.


Simon Pytlick skoraði níu mörk fyrir GOG og var markahæstur. Næstur var Svíinn Jerry Tollbring með sjö mörk.


GOG er í efsta sæti deildarinnar með 44 stig eftir 24 leiki og er sjö stigum á undan Aalborg Håndbold sem á leik til góða. Fjórar umferðir eru eftir áður en að úrslitakeppninni kemur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -