- Auglýsing -
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 10 skot, 29,4%, fyrir lið Barcelona þegar liðið vann Villa de Aranda, 34:28, í 12. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Leikið var á heimavelli Villa de Aranda.
Filip Šarić var hluta leiksins í marki Barcelona og varði þrjú skot. Hann er sonur Danijel Šarić fyrrverandi markvarðar Barcelona sem gerði garðinn frægan sem landsliðsmarkvörður Katar frá 2015 til 2022.
Aleix Gómez var markahæstur hjá spænsku meisturunum með sex mörk. Domen Makuc og Ludovic Fàbregas skoruðu fimm mörk hvor.
Barcelona er efst og taplaust í spænsku deildinni eftir 12 umferðir.
Staðan í efstu deild spænska handknattleiksins:
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -




