- Auglýsing -
Nýbakaðir heimsmeistarar félagsliða, Barcelona, unnu stórsigur á Frigoríficos del Morrazo á heimavelli í þriðja leik sínum á tímabilinu i spænsku 1. deildinni í handknattleik, 42:31. Viktor Gísli Hallgrímsson var í marki Barcelona frá upphafi til enda leiksins.
Viktor Gísli varði 16 skot, 34%, og átti þar að auki tvær stoðsendingar. Vart þarf að taka fram en er þó gert að Barcelona hefur unnið allar þrjár viðureignir sínar í deildinni til þessa með samtals 34 marka mun.
Adrian Sola Basterra var markahæstur leikmanna Barcelona með átta mörk og Djordje Cikusa skoraði sjö sinnum og gaf fjórar stoðsendingar. Bróðir hans, Petar Cikusa, gerði fjögur mörk.