- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor og félagar áfram á sigurbraut

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

GOG, liðið sem Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með, heldur áfram á sigurbraut í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í dag vann GOG liðsmenn Århus Håndbold, 29:21, á heimavelli og átti Viktor Gísli fínan leik. Hann stóð í marki liðsins allan leikinn, ef undan er skilið eitt vítakast sem kollegi hans, gamla brýnið Sören Haagen, freistaði að verja.

Viktor Gísli varði 11 skot og var með 35,4% hlutfallsmarkvörslu að meðteknum fjórum vítaköstum sem honum lánaðist ekki að verja. GOG var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi og hafði m.a. sex marka forskot í hálfleik, 15:9.

GOG er með sex stig eftir þrjá leiki en meistarar Aalborg, Skanderborg og SönderjyskE.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk úr fjórum skotum þegar TTH Holstebro tapaði á útivelli fyrir Sveini Jóhannssyni og samherjum í SönderjyskE á útivelli, 33:28. Þetta var fyrsta tap TTH á leiktíðinni. Sveinn skoraði ekki mark að þessu sinni en átti eina stoðsendingu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -