- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viktor og félagar unnu í Hannover – Óðinn Þór markahæstur

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður flytur til Póllands í sumar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson og Óðinn Þór Ríkharðsson fögnuðu sigrum með liðum sínum, Nantes og Kadetten Schaffhausen, þegar 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik hófst í kvöld. Nantes lagði Hannover-Burgdorf, 38:32, í Þýskalandi. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

Óðinn og félagar unnu serbnesku meistarana Vojvodina frá Novi Sad, 27:24, í Schaffhausen í Sviss. Óðinn Þór var markahæstur með átta mörk í níu skotum. Kadetten er í þriðja riðli með Flensburg og Bjerringbro/Silkebog auk Vojvodina.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk fyrir Kadetten í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Varði 15 skot

Viktor Gísli var í marki Nantes allan leikinn í Hannover í kvöld og stóð sig afar vel. Hann varði 15 skot, 32%. Nantes var marki yfir í hálfleik, 18:17. Vel útfærður sóknarleikur og fjöldi hraðaupphlaupa lagði grunninn að sigri Nantes sem leikur í 1. riðli.

Hér fyrir neðan er ein af vörslum Viktors Gísla í leiknum í kvöld.

Fleiri leikir standa yfir í 16-liða úrslitum en þeim verður öllum gerð skil ásamt stöðunni í riðlunum á handbolti.is síðar í kvöld.

Evrópudeild karla – 16-liða úrslit – leikir og staðan

Fjórir fjögurra liða riðlar

Sextán liða úrslit Evrópudeildar karla eru leikin í fjórum fjögurra liða riðlum. Liðin taka með sér úrslit leikja úr riðlakeppni 32-liða úrslita. T.d. þá voru Hannover-Burgdorf og Górnik Zabrze saman í riðli í 32 liða úrslitum. Þau mætast ekki aftur þótt þau séu saman í riðli. Sömu sögu er að segja af Nantes og Rhein-Neckar Löwen sem einnig eru í riðli eitt.

Beint í átta liða úrslit

Leikið verður heima og að heiman, alls fjórar umferðir. Eftir það fara sigurlið hvers riðils beint áfram í átta liða úrslit. Liðin sem hafna í öðru og þriðja sæti mætast heima og heiman. Sem dæmi má nefna er að liðið sem hafnar í öðru sæti í riðli eitt mætir liðinu sem verður í þriðja sæti í riðli tvö. Samanlagður sigurvegari fer í átta liða úrslit.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -