- Auglýsing -
Viktor Lekve hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni á næsta tímabili og mun því mynda þjálfarateymi ásamt Guðmundi Rúnari Guðmundssyni sem stýrði liðinu síðasta vetur og gerir áfram á næstakeppnistímabili.
Viktor stýrir einnig ungmennaliði Fjölnis sem ætlar að leika í 2. deild auk þess vera aðstoðarþjálfari 3. flokks karla. Viktor verður þar af leiðandi tenging á milli yngri flokka og meistaraflokks sem forsvarsmenn Fjölnis leggja áherslu á, eftir því sem segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Fjölnis.
- Arnór Þór og liðsmenn taka þátt í úrslitahelgi bikarsins – mæta Magdeburg
- HK eitt í efsta sæti á nýjan leik – FH vann í Mosó
- Kaflaskipt í KA-heimilinu – Haukar sóttu tvö stig á Selfoss
- Allir hafa sína drauma og stefna hátt
- Ásgeir fer ekki bónleiður til búðar
- Auglýsing -



