- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vil sjá að leikmenn láti aðeins finna fyrir sér

Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR og Sigrún Ása Ásgrímsdóttir línukona. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við vissum það svo sem fyrirfram að munurinn á liðunum væri mikill. Ekkert kom okkur á óvart í þeim efnum. Mér fannst við ekki gera nógu vel í fyrri hálfleik, ekki leika af þeim mætti sem við getum og gerðum alltof mörg kjánamistök,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested þjálfari ÍR við handbolta.is í kvöld í Origohöllinni eftir að lið hennar tapaði með 10 marka mun fyrir Íslandsmeisturum Vals, 30:20, í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna.

Vorum ragar

„Mörg mistökin voru einföld auk þess sem við skutum ekki nógu vel á markið, vorum ragar og svolítið inn í okkur sem var alveg óþarfi. Það var eins og í okkur vantaði kraftinn. Þótt við ramman reip sé að draga þá vill maður sjá að leikmenn láta aðeins finna fyrir sér þegar þeir mæta A-landsliðsmönnum,“ sagði Sólveig Lára sem var mun sáttari við síðari hálfleik.

Þorðu að berja frá sér

„Í síðari hálfleikur var meiri kraftur í stelpunum, þær þorðu að berja frá sér og sýna svolítið töffarann í sér. Auk þess fækkaði töpuðu boltunum svo það var eitt og annað betra hjá okkur,“ sagði Sólveig Lára og bætti við að þrátt fyrri 10 marka tap geti hún og leikmenn tekið eitt og annað jákvætt út úr leiknum.

Margt jákvætt

„Við höldum okkar striki í átt til framfara. Síðar í vetur mætum við Valsliðinu aftur og þá kemur í ljós hvort við höfum bætt okkur. Það er margt jákvætt í okkar leik þótt enn megi ýmislegt bæta. Valsliðið er mjög vel spilandi lið sem lék frábærlega um síðustu helgi gegn rúmensku liði,“ sagði Sólveig Lára og bætti við að staða nýliðanna væri í samræmi við væntingar. Liðið hefur fjögur stig eftir fjóra fyrstu leikina.

„Við höfum unnið þá leiki sem við horfðum á að eiga möguleika á að krækja í stig. Heilt yfir höfum við leikið ágætan handbolta,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested þjálfari kvennaliðs ÍR í Olísdeild kvenna.

Leikjadagskrá og staðan í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -