- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vilhelm Freyr skoraði sigurmarkið

Tryggvi Sigurberg Traustason var markahæstur hjá ungmennaliði Selfoss í kvöld. Mynd/ÁÞG

Vilhelm Freyr Steindórsson tryggði ungmennaliði Selfoss bæði stigin í heimsókn til ungmennaliðs Vals í Origohöllina í kvöld, 34:33, er liðið leiddu saman kappa sína í Grill 66-deild karla. Hann skoraði markið í blálokin eftir að Hlynur Freyr Geirmundsson jafnað metin fyrir Valsliðið.

Uppfært: Handbolti.is fékk ábendingu um að villu væri að finna í textalýsingu HBStatz frá leiknum. M.a. Vilhelm Freyr hafi skoraði sigurmark Selfoss en ekki Hans Jörgen eins og áður var getið. Af þessu leiðir að fyrirsögnin og fréttin hefur lægfærð.


Selfyssingar voru góðir að ná báðum stigunum því þeir misstu niður sex marka forskot, 26:20, í síðari hálfleik ef marka má textalýsingu HBStatz frá leiknum sem er reyndar eitthvað gruggug þegar grannt er skoðuð.


Þetta var þriðja tap ungmennalið Vals í röð en situr áfram í þriðja sæti. Selfoss færðist upp um eitt sæti, upp í það áttunda, með þessum sigri.


Mörk Vals U.: Tómas Sigurðarson 8, Áki Hlynur Andrason 7, Ísak Logi Einarsson 7, Daníel Örn Guðmundsson 3, Loftur Ásmundsson 2, Hlynur Freyr Geirmundsson 1, Erlendur Guðmundsson 1, Bjartur Guðmundsson 1, Knútur Gauti Kruger 1, Stefán Pétursson 1, Þorgeir Arnarsson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 6, Jens Sigurðarson 2.

Mörk Selfoss U.: Tryggvi Sigurberg Traustason 7, Sölvi Svavarsson 6, Gunnar Kári Bragason 5, Vilhelm Freyr Steindórsson 5, Hans Jörgen Ólafsson 5, Sæþór Atlason 4, Richard Sæþór Sigurðsson 1, Alexander Hrafnkelsson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 2.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -