- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viljinn var fyrir hendi en skynsemina skorti

Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, leggur línurnar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Margir áttu ekki nógu góðan dag hjá okkur,“ sagði Jónatan Þór Magnússon, annar þjálfari KA í samtali við handbolta.is eftir tap liðsins fyrir Fram í Olísdeild karla í Safamýri í dag, 26:22. KA-liðið hafði leikið sjö leiki í röð í deildinni og í bikarkeppninni án taps þegar það mætti til leiks gegn Fram.


„Við lögðum mikið í leikinn þótt okkur tækist ekki að ná því fram sem við ætluðum okkur núna. Byrjunin á síðari hálfleik var slæm og segja má að við höfum gert okkur erfitt fyrir með henni. Við vorum sjálfum okkur verstir og máttum ekki við að gera jafnmikið af mistökum í sókninni og raun varð á. EKki bætti úr skák að við fórum illa með góð marktækifæri þegar við vorum komnir með stöðu til þess að koma okkur vel inn í leikinn.


Mér fannst við ekki vera nógu góðir til þess að ná einhverju úr þessum leik. Allt hélst í hendur í þeim efnum, markvarsla, vörn, hraðaupphlaup og seinnibylgjan. Yfirhöfuð var þetta ekki okkar dagur. Karakterinn var fyrir hendi, menn vildu hlaupa en skynsemina skorti í okkar leik,“ sagði Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -