- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viljum setja mark okkar á mótið

Perla Ruth Albertsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður Selfoss. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Þetta verður stórleikur og virkilega skemmtilegt verkefni gegn liði með stórstjörnur í hverri stöðu,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is um næstu viðureign íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu, viðureignina við Frakka í dag í DNB Arena í Stafangri. Flautað verður til leiks klukkan 17.

Skrekkurinn vonandi á bak og burt

Perla Ruth segir vonir standa til þess að leikmenn íslenska landsliðsins hafi náð úr sér skrekknum sem gerði vart við sig í upphafi fyrsta leiksins, á móti Slóvenum í fyrradag.

„Það var ef til vill ekkert óeðlilegt við það að skrekkur væri í okkur. Flestar okkar hafa ekki tekið þátt í stærri leik á ferlinum. Maður var ekki rólegur fyrir leikinn. Þegar öllu er á botninn hvolft þá erum við vonsviknar yfir úrslitum þess leiks.
Hinsvegar er stuttur tíma á milli viðureigna. Það er enginn tími til þess að vera lengi að sleikja sárin. Strax í morgun var hafist handa við að búa sig undir viðureignina við Frakka,“ sagði Perla Ruth ákveðin þegar handbolti.is rabbaði við hana á hóteli landsliðsins í gær.

Frábært skref á lengri leið

„Þetta verður virkilega skemmtilegur leikur eins og allt mótið. Við söfnum reynslu með hverri viðureigninni á fætur annarri frá upphafi til enda þessa móts. Þátttakan er frábært skref á þeirri leið sem við erum á. Stóra markmiðið var og er að taka þátt í EM á næsta ári. Síðan gafst þetta tækifæri, að taka þátt í HM sem er geggjað. Við munum læra mikið af þessu móti sem nýtist að ári. Að sama skapi viljum við ekki bara verið með. Við viljum setja mark okkar á mótið og nýta það sem best. Framundan eru margir leikir. Markmið okkar um að komast upp úr riðlinum er óbreytt. Tökum einn leik í einu,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir landsliðskona.

Eftir leikinn við Frakka í dag tekur við þriðja viðureignin í riðlinum á mánudaginn við landslið Angóla.

Handbolti.is er í Stafangri og fylgist með mótinu. Leikur Íslands og Frakklands verður í textalýsingu á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -