Simon Pytlick, leikmaður danska landsliðsins og SG Flensburg-Handewitt í Þýskalandi, segist vonast til þess að fá að fara til Þýskalandsmeistara Füchse Berlínar einu ári fyrr en áætlað er.
Pytlick hefur samið við Füchse um að ganga til liðs við félagið sumarið 2027 þegar samningur hans við Flensburg rennur út.
Molakaffi: Pytlick, Costa, Mem, Witzke, Schiller, Vind, Olsen
Ber við skorti á stuðningi
Vinstri skyttan segir í samtali við danska tímaritið Se og Hør að aðgerðaleysi forráðamanna Flensburg hafi þar mikið að segja.
Í samtali við BT á dögunum sagðist Pytlick ekki hafa fundið fyrir neinum stuðningi frá æðstu mönnum Flensburg í kjölfar mikilla mótmæla stuðningsfólks liðsins, sem komu til í beinu framhaldi af því að tilkynnt var um áætluð félagaskipti hans eftir eitt og hálft ár.
„Það er alveg ljóst að úr því að búið er að taka þessa ákvörðun myndi ég vilja að þetta gerðist fyrr. Ég er tilbúinn að fara en það leikur enginn vafi á því að sé það ekki hægt mun ég áfram leggja mig 100 prósent fram,“ sagði Pytlick við Se og Hør.



