Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild ÍR:
ÍR & Nettó ætla að bjóða áhorfendum að taka þátt í leik í hálfleik á öllum heimaleikjum í úrslitakeppninni.
Leikinn þekkja flestir, kasta í slánna með boltanum sem spilað er með. Ef hitt er í slánna vinnur sá hinn sami 50.000 króna inneigna kort frá Nettó.
Það kostar 1.000 krónur að taka þátt. Sjálfboðaliðar á vegum ÍR munu ganga á milli og bjóða fólki að vera með. Sjálfboðaliðar verða með posa svo auðvelt er að greiða fyrir þátttöku.
Allir þátttakendur munu fá tækifæri til að hitta í slánna, ef svo skemmtilega fer að einhver hittir áður en allir eru búnir að fá sitt tækifæri.
Kastað verður frá auglýsingu sem Nettó er með á gólfinu í Austurbergi í átt að markinu hjá svölunum.
Nettó leikurinn hefst í Austurbergi á föstudag [í kvöld] klukkan 19:30 á leik ÍR-FH í fyrsta umspilsleik liðanna um sæti í Olísdeild kvenna. Tvo sigra þarf til að komast í úrslitaeinvígið, gegn annað hvort HK eða Gróttu.
Karlalið ÍR er komið í úrslitaeinvígið um laust sæti í Olísdeild karla þar sem það mætir Fjölni. Fyrsti leikur liðanna fer fram í Austurbergi á laugardag kl 16:00. Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki leikur í Olísdeild á næsta ári.