- Auglýsing -
- Auglýsing -

Von ríkir um ungverskan úrslitaleik í Búdapest

MVM Dome keppnishöllinni í Búdapest var tekin í notkun fyrir EM karla í handknattleik í upphafi síðasta árs. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Vonir um ungverskan úrslitaleik í Meistaradeild kvenna í handknattleik lifir enn eftir að dregið var til undanúrslita keppninnar í gær. Ríkjandi meistarar í Vipers drógust gegn Györ en liðin mættust í úrslitaleiknum á síðustu leiktíð. Í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Esbjerg og FTC (Ferencváros).

Úrslitaleikirnir, Final4, fer fram í MVM Dome höllinni í Búdapest fyrir framan 22.022 áhorfendum 3. – 4. júní. Verður það í annað sinn sem úrslitaleikirnir fara fram í þeirri höll. Ljóst er að andrúmsloftið verður rafmagnað.

Leiktímar á Final4

Undanúrslit:

Kl. 13.15: Györi Audi ETO KC – Vipers Kristiansand.

Kl. 16: FTC – Team Esbjerg.

Úrslitadagur:

Þriðja sætisleikurinn hefst kl. 13.15 og úrslitaleikurinn kl. 16.00.

Nýi keppnisboltinn í Meistaradeild kvenna í handknattleik. Mynd/EHF

Nýr bolti

Um leið og dregið var til undanúrslita opinberaði EHF nýjan keppnisbolta sem verður notaður í fyrsta sinn á Final4 og mun svo í framhaldinu verða keppnisbolti leikja deildarinnar á næsta keppnistímabili. Eins og forverinn þá framleiðir Select boltann sem er gulllitaður og hvítur eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -