- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vonir Gróttukvenna lifa – Stjarnan heillum horfin

Ída Margrét Stefánsdóttir og Katrín Helga Sigurbergsdóttir leikmenn Gróttu. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


Grótta heldur áfram í vonina um að komast upp úr neðsta sæti Olísdeildar kvenna áður en keppnistímabilinu lýkur. Fremur glæddust vonirnar í kvöld þegar liðið vann Stjörnuna, 30:21, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Grótta er með átta stig í neðsta sæti, stigi á eftir ÍBV, sem mætir Selfossi á morgun. Stjarnan er síðan með 10 stig í sjötta sæti og getur hæglega sogast niður í næst neðsta sæti takist ÍBV að leggja Selfoss.

Grótta á eftir leiki við Val og ÍR en Stjarnan mætir Selfoss og Val í tveimur síðustu umferðunum 27. mars og 3. apríl.


Gróttuliðið var mun sterkari allan leikinn og ljóst frá upphafi að leikmenn ætluðu að selja sig dýrt til þess að vinna stigin tvö. Varnarleikur liðsins sló flest vopn úr höndum Stjörnunnar. Mestu varð munurinn eftir liðlega 20 mínútur, 13:8. Þá hafði varnarleikur Stjörnunnar verið hreint afleitur. Hann batnaði á síðustu mínútunum en að sama skapi lifnaði lítt yfir sóknarleiknum.

Byrjað með látum

Stjarnan byrjaði með látum í síðari hálfleik og skoraði tvö fyrstu mörkin og minnkaði muninn í tvö mörk. Virtst spenna ætla að færast í leikinn. Annað kom fljótlega í daginn. Leikmenn Gróttu lokuðu vörn sinn og léku við hvern sinn fingur í sókninni. Eftir rúmar níu mínútur var forskot Gróttu átta mörk, 22:14. Patrekur Jóhannesson og Hanna Guðrún Stefánsdóttir þjálfarar Stjörnunnar tóku tvö leikhlé á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Það síðara í stöðunni 22:14.

Slökkva og kveikja

Eftir síðara leikhléið liðu margar mínútur uns hægt var að hefja leik á ný vegna þess að ekki var nokkru tjónki komið við leikklukkuna. Hún fékkst ekki í gang. Varð að grípa til gamla góða ráðsins, að slökkva og kveikja, og stilla leiktíma og stöðuna upp á nýtt svo hægt væri að halda leik áfram eins og ekkert hefði ískorist.

Eftir að klukkan raknaði úr rotinu skoraði Stjarnan þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í fimm mörk, 22:17. Sem fyrr þá náði gagnsókn Stjörnunnar ekki lengra í bili. Axarsköftin voru of mörg. Tíu mínútum fyrir leiksloka var forskot Gróttu sjö mörk, 25:18. Eftir það gaf Grótta ekkert eftir og vann öruggan og afar sanngjarnan sigur. Liðið vann svo sannarlega fyrir stigunum tveimur.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum
.


Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 8/4, Karlotta Óskarsdóttir 6, Katrín Anna Ásmundsdóttir 5, Edda Steingrímsdóttir 4, Rut Bernódusdóttir4, Katrín S. Thorsteinsson 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 6, 22,2%.

Mörk Stjörnunnar: Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 5, Embla Steindórsdóttir 5/1, Anna Karen Hansdóttir 4, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2, Bryndís Hulda Ómarsdóttir 1, Vigdís Arna Hjartardóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 8/1, 21,6%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Ætlum að vinna Val og ÍR og halda sæti okkar

Varnarleikurinn var skelfilegur

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -