- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vonum að planið sem er að fæðast gangi eftir

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari og Arnór Atlason aðstoðarþjálfari á æfingu landsliðsins í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Það er gott að vera kominn á staðinn og finna aðeins fyrir fiðringnum,“ sagði Arnór Atlason aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is í kvöld eftir fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í München í kvöld. Æft var í æfingahúsi framhaldsskóla í borginni, skammt frá Milbertshofen í úthverfi Ólympíuborgarinnar frá árinu 1972.

„Ég viðurkenni ekki að við séum alveg tilbúnir en okkur finnst við vera á góðum stað um þessar mundir. Við hlökkum til að byrja,“ sagði Arnór en allir leikmenn íslenska landsliðsins, átján að tölu, tóku þátt í æfingunni. Þar á meðal Óðinn Þór Ríkharðsson sem var veikur á mánudaginn og gat ekki tekið þátt í síðari vináttuleiknum við austurríska landsliðið í Linz.

„Við vonum að planið sem er að fæðast gangi upp hjá okkur á föstudaginn,“ sagði Arnór ennfremur en nánar má hlýða á hljóðritað viðtal við Arnór hér fyrir neðan þar sem m.a. er talað um það að sex ár eru liðin síðan hann tók síðast þátt í stórmóti með íslenska landsliðinu, þá sem leikmaður.


EM í handknattleik karla hefst 10. janúar í Düsseldorf í Þýskalandi og stendur til 28. janúar.
Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12.jan.: Ísland – Serbía, kl. 17.
14.jan.: Ísland – Svartfj. land, kl. 17.
16.jan.: Ísland – Ungv.land, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -