- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vörn og markvarsla skilar sigrum

Lovísa Thompson skoraði sjö mörk fyrir Val í dag. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Það er verður ekkert gefið eftir á sunnudaginn. Ég hlakka fyrst og fremst til leiksins enda hafa Haukar sýnt það í vetur gegn okkur að þeir eru með hörkulið,“ sagði Lovísa Thompson leikmaður Vals, aðspurð eftir sigur liðsins á Haukum í fyrstu viðureigninni við Hauka í dag hvort Valur vinni ekki einnig næstu viðureign og geri þar með út um einvígi liðanna í tveimur leikjum.


Valur vann með sex marka mun í dag, 26:19, í leik þar sem liðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda. Margt má bæta í leik Vals, þá ekki síst sóknarleikinn sem var æði brokkgengur.

„Á móti jafn góðu liði og Haukar hafa yfir að ráða þá er ekki hægt að reikna með að maður vinni stórsigra. Við gerðum jafntefli við Hauka síðast þegar við komum í heimsókn til þeirra . Ég býst við að Haukar mæti af miklum krafti á sunnudaginn.


Sóknarleikur okkar hefur lengi verið hikandi. En um leið og við fáum vörn og markvörslu þá hefur sjálfstraustið aukist í sókninni,“ sagði Lovísa en Valsliðið missti niður álitlega stöðu oftar en einu sinni í leiknum.

„Við komum sem betur fer af krafti inn á síðustu mínútunum þannig að ég er sátt að leikslokum. Vörnin og markvarslan skila yfirleitt sigri í leikjum í úrslitakeppninni og ég er mjög ánægði með bæði atriði hjá mínu liði í dag,“ sagði Lovísa Thompson sem skoraði sjö mörk í dag og var öflug í vörninni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -