- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Vörnin var stórkostleg“

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari MT Melsungen í Þýskalandi. Mynd/Melsungen
- Auglýsing -

„Vörnin var stórkostleg og markvarslan var einnig mjög góð,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska liðsins MT Melsungen við handbolta.is eftir að leikmenn hans tóku Wetzlar í kennslustund í þýsku 1. deildinni á heimavelli Wetzlar í dag. Lokatölur voru 33:25 en níu mörkum munaði á liðunum eftir fyrri hálfleik, 16:7. Hreint ótrúleg staða því Wetzlar-liðið er sterkt og vann m.a. Kiel á heimavelli fyrir skömmu.

Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður er leikmaður Melsungen. Hann skoraði eitt mark en lét mjög til sín taka í varnarleiknum.

Sigurinn var lagður í fyrri hálfleik eins og hálfleikstölurnar gefa til kynna. „Sóknarleikurinn var einnig mjög góður hjá okkur,“ sagði Guðmundur Þórður ennfremur en lið hans færðist upp í fimmta sæti, a.m.k. að sinni, en lokaleikir 5. umferðar standa yfir þegar þetta er ritað.

MT Melsungen hefur sjö stig að loknum fimm leikjum, hefur unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum.

Varnarleikur Melsungen hefur verið mjög góður á leiktíðinni en stundum hefur skort upp á sóknarleikinn. Segja má allt hafi sprungið út að þessu sinni.

Timo Kastening skoraði sjö mörk fyrir Melsungen og Julius Kühn var næstur með sex mörk. Stefan Cavor skoraði fimm mörk fyrir Wetzlar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -