- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Voru einu númeri of stórir

Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður og leikmaður Melsungen í Þýskalandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Frakkar voru einu númeri of stórir fyrir okkur að þessu sinni. Þeir voru með lausnir á flestu því sem við lögðum upp með. Af því leiddi að þetta var mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir sjö marka tap fyrir Frökkum, 39:32, á Evrópumótinu í handknattleik í Þýskalandi í dag.

„Okkur tókst ekki að leysa þeirra sóknarleik og afleiðingarnir voru að þeir skoruðu nærri 40 mörk. Til viðbótar þá fengu Frakkar kannski mörg hraðaupphlaup, óþarflega mörg að mínu mati. Við fengum meðbyr á kafla í síðari hálfleik og náðum minnka muninn í þrjú mörk, nær komumst við ekki,“ sagði Arnar Freyr Arnarsson ennfremur en hann skoraði eitt mark og lék talsvert með jafnt í vörn og sókn.

Næsti leikur íslenska landsliðsins verður við Króata á mánudaginn klukkan 14.30. Enn á liðið möguleika á að ná sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. Vonin um að leika um 5. sæti eins og EM fyrir tveimur árum er á hinn bóginn úr sögunni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -