„Auðvitað var frammistaðan vonbrigði. Það var bara alltof margt í okkar leika sem gekk alls ekki,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon annar þjálfara U20 ára landsliðs karla í handknattleik eftir átta marka tap, 34:26, fyrir Austurríki í annarri umferð riðlakeppni Evrópumóts 20 ára landsliða í Celje í Slóveníu. Ekki síst voru fyrstu 20 mínútur leiksins mjög slakar af hálfu íslenska liðsins sem bar ekki sitt barr að nokkru mark eftir það.
„Sérstaklega vorum við slakir fyrstu 20 mínúturnar. Við vorum bara hálf vankaðir, eins og við værum ekki mættir í höllina heldur værum enn þá á lakinu á hótelinu,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við handbolta.is í Celje í dag.
Halldór Jóhann sagðist vonast til þess að ekki hafi verið um vanmat að ræða hjá strákunum eftir að þeir sáu Spánverja vinna Austurríki með 12 marka mun í gær. Vel hafi verið farið yfir málin á fundi fyrir leikinn og leikmönnum gerði grein fyrir að austurríska liðið væri sterkt og hafnaði m.a. í 13. sæti á HM 19 ára landsliða í fyrra.
„Það vantaði orku, menn töpuðu einn á móti einum jafnt í vörn sem sókn. Við reyndum þrjár mismunandi varnir en ekkert gekk. Við fengum heldur ekki markverðina með okkur meðan austurríski markvörðurinn varði 18 skot. Við klikkuðum á þremur vítaköstum. Það var ansi margt sem vantaði upp á hjá okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon annar þjálfara U20 ára landsliðs karla í samtali við handbolta.is.
Talsvert lengra myndskeiðsviðtal er við Halldór Jóhann efst í fréttinni.
Sáu ekki til sólar í Celje – átta marka tap
Andleysi lýsir frammistöðu okkar
Þetta var bara ekki okkar dagur
EMU20 karla: Leikjadagskrá, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir