- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vorum ekki nógu góðir á mörgum sviðum leiksins

Janus Daði Smárason í landsleik við Svía á HM í janúar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við erum bara ekki nógu góðir á of mörgum sviðum leiksins. Færanýtingin var ekki góð auk þess sem við köstuðum boltanum alltof oft frá okkur á einfaldann hátt og fleiri mætti tína til,“ sagði Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir fimm marka tap Íslands fyrir sænska landsliðinu í milliriðlakeppni HM í handknattleik í Scandinavium í Gautaborg í kvöld.


„Engu að síður voru við komnir með tök á þeim á kafla í fyrri hálfleik en því miður þá náðum ekki halda þeim tökum. Þegar dæmið er gert upp þá var um að ræða atriði hér og þar í leiknum fyrir utan Palinka „át“ okkur í dauðafærum í síðari hálfleik. Um leið hreif hann stemninguna með sér.

Janus Daði Smárason glímir við Oscar Bergendahl í leiknum í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Á 60 mínútum er erfitt að vinna Evrópumeistarana nema að leikurinn sé fullkomnari en hann var hjá okkur að þessu sinni. Mér finnst þeir engu að síður ekkert betri en við. Því miður þá var þetta ekki okkar kvöld,“ sagði Janus Daði sem lék stærstan hluta leiksins.

Engin afsökun

Janus Daði vildi ekki gera það að afsökun að Aron Pálmarsson hafi ekki verið með í kvöld og þá hafi Ómar Ingi Magnússon ekki verið eins frískur og hann á að sér að vera. „Við eigum bara fullt af flottum handknattleiksmönnum. Að þessu sinni vorum við ekki nógu margir, ég er þar meðtalinn, sem áttum nægilega góðan leik til þess að vinna Evrópumeistarana að þessu sinni,“ sagði Janus Daði Smárason í samtali við handbolta.is eftir tapið í Scandinavium í kvöld.

HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -