- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vorum gjörsamlega í andlitinu á þeim frá fyrstu mínútu

Ýmir Örn Gíslason fagnar í leiknum við Slóvena í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Viktor reddaði okkur í hvert skipti sem við skitum upp á bak. Frábært samstarf á milli varnar og sóknar,“ sagði Ýmir Örn Gíslason eftir frábæran leik íslenska landsliðsins á HM í kvöld þegar það vann Slóvena, 23:18, eftir frábæran varnarleik og magnaðan leik Viktors Gísla Hallgrímssonar. Ísland fer þar með áfram með fullt hús stiga og mætir Egyptum í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar á miðvikudagskvöld kl. 19.30.


„Að fá á sig 18 mörk í svona leik bara stórkostlegt. Maður getur ekki kvartað yfir neinu,“ sagði Ýmir Örn og réði sér vart fyrir kæti en hann var einn þeirra sem stóð vaktina í vörninni nánast frá upphafi leiks til enda.


Ýmir Örn sagði liðið hafa verið mjög vel búið undir leikinn. „Við vissum að þetta yrði leikurinn sem við yrðum að vinna til að fara með eitthvað inn í milliriðilinn. Síðustu vikur hefur maður verið að fá eitt og annað frá þjálfarateyminu til að skoða og það skilaði sér í kvöld.“


„Við vorum búnir að lesa þá, vorum auk þess þéttir og harðir fyrir. Ég held bara að þeir [Slóvenar] hafi bara ekki nennt þessu lengur. Þeir komust ekkert áfram. Við vorum gjörsamlega í andlitinu á þeim frá fyrstu mínútu, vorum með hverja einustu klippingu. Þeir voru í erfiðleikum með að velja réttu færin og þegar þeir fengu þá var Viktor klettur á bak við okkur og tók allt sem kom á rammann,“ sagði Ýmir Örn Gíslason.

Lengra viðtal við Ýmir Örn er í myndskeiði í þessari frétt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -