- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vorum komin í bras

- Auglýsing -

„Við fórum illa að ráði okkar eftir að hafa verið komin í góða stöðu í síðari hálfleik. Staðan var hinsvegar orðin þannig undir lokin að mér finnst það sýna karakter hjá leikmönnum að hafa þó náð öðru stiginu. Við vorum komin í bras,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA/Þórs eftir jafntefli við Aftureldingu, 25:25, í annarri umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik að Varmá í gærkvöld. KA/Þór skoraði aðeins eitt mark síðustu 13 mínútur leiksins og missti niður fimm marka forskot og lenti m.a. marki undir.

„Staðan var orðin góð á kafla í síðari hálfleik með fjögurra og fimm marka forskot. Segja má að við höfum verið sjálfum okkur verst, ekki síst í sóknarlega,“ sagði Jónatan sem tók við þjálfun KA/Þórs í sumar af Örnu Valgerði Erlingsdóttur. Markmiðið hefur verið sett á að endurheimta sæti í Olísdeildinni sem tapaðist í vor.

Hlakkar til vetrarins

„Það er bara gaman að fá þennan hörkuleik snemma á keppnistímabilinu. Ég hlakka til vetrarins,” segir Jónatan Þór sem tekur undir með Jóni Brynjari Björnssyni þjálfara Aftureldingar um að fleiri lið en KA/Þór og Afturelding berjist um efstu sætin. „Ég þekki það vel. Við lékum æfingaleiki við HK og FH fyrir mótið.“

Lengra viðtal við Jónatan er að finna efst í þessari frétt.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Grill 66-deild kvenna – fréttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -