„Við gerðum mörg klaufaleg mistök sem varð þess valdandi að Afturelding vann boltann oft á mjög einfaldan hátt,“ segir Gauti Gunnarsson hornamaðurinn eldfljóti í liði ÍBV í samtali við handbolti.is eftir tap ÍBV, 32:30, í fyrstu viðureigninni við Afturelding í átta liða úrslitum Olísdeildar að Varmá í kvöld.
„Svo vorum við orðnir þreyttir í síðari hálfleik sem varð þess valdandi að við náðum þeim aldrei aftur,“ segir Gauti sem telur það vera helstu ástæðuna fyrir mörgum mistökum ÍBV liðsins í sóknarleiknum. Gauti skoraði fjögur mörk.
„Við stefnum á sigur á heimavelli á þriðjudaginn og mætum galvaskir hingað aftur í oddaleik,“ segir Gauti Gunnarsson leikmaður ÍBV ákveðinn.
Lengra viðtal við Gauta er að finna í myndskeiði hér fyrir ofan.
Sjá einnig:
Afturelding krækti í fyrsta vinninginn
Förum með fullt sjálfstraust til Eyja