- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vorum sjálfum okkur verstir

Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu við hliðarlínuna í leiknum í dag. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Við fengum tækifæri til þess að minnka verulega muninn og koma okkur vel inn í leikinn en því miður þá komumst við ekki nær. Það komu nokkrir góðir kafla í leikinn en síðan tóku aðrir verri við og við misstum Framara lengra frá okkur. Við vorum sjálfum okkur verstir því við fengum okkar tækifæri,“ sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að lið hans féll úr leik í Poweradebikarnum í handknattleik, bikarkeppni HSÍ.


Grótta tapaði með sex marka mun fyrir Fram, 30:24, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi.

„Mér fannst við leika vel á köflum í leiknum og fá færi og fylgja leikplaninu ágætlega en það var fyrst og fremst slök skotnýting sem kom okkur í koll þegar leikurinn er gerður upp.

Lárus Helgi Ólafsson markvörður Fram og Ágúst Emil Grétarsson hornamaður Gróttu komu talsvert við sögu í leiknum í Hertzhöllinni í dag. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Það er hundfúlt að vera úr leik í bikarnum. Um það þýðir samt ekki að fást. Þegar við horfum um öxl núna þegar komið er hlé frá leikjum þá finnst mér leikur okkar hafa verið jafnt og þétt í framför. Vinnan við þetta er langhlaup eða fjallaklifur. Á meðan við erum í framför er ég ánægður. Svo verðum við að sjá til hversu langt þessar framfarir skila okkur þegar dæmið verður gert upp í lok leiktíðar,“ sagði Róbert ennfremur en hann er á sínu öðru keppnistímabili með Gróttuliðið.

Ennþá er nokkrir frá keppni

Róbert sagði fimm til sex leikmenn Gróttu hafa verið frá keppni nánast frá upphafi leiktíðar vegna meiðsla. Gunnar Dan Hlynsson er sá eini sem er kominn til leiks af þeim sem verið hafa frá. Um aðra eins og Lúðvík Arnkelsson og fleiri sagði Róbert vera óviss um hvenær megi eiga von á.

Tengt efni:

Fram, HK og Fjölnir áfram með í bikarkeppninni

Maður var aldrei rólegur

Bruno kom í veg fyrir aðra framlengingu á Akureyri

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -