- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vorum sjálfum okkur verstir

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs Selfoss th. og Örn Þrastarson, aðstoðarþjálfari, bera saman bækur sínar. Þeir taka á móti Valsmönnum í kvöld. Mynd/Selfoss/SÁ
- Auglýsing -

„Við töpuðum leiknum á því að missa boltann fjórtán sinnum og vera aðeins með 45% sóknarnýtingu í fyrri hálfleik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir að lið hans tapaði, 25:20, fyrir Haukum í Olísdeild karla í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum.


„Við lékum góða vörn allan leikinn en fengum á stundum klaufalega brottrekstra á okkur og einnig ósanngjarna að mínu mati. Einnig var ég ósáttur við nokkra dóma í leiknum. Til viðbótar þá misstum við tvo leikmenn meidda af leikvelli sem komu ekkert meira við sögu. Það munar um hvern mann í svona leik. Raggi fékk tvo brottrekstra í fyrri hálfleik. Fyrir vikið var á brattann að sækja hjá okkur lengst af.


Því miður vorum við sjálfum okkur verstir að þessu sinni. Það er ekki eðlilegt að tapa boltaum fjórtán sinnum í leik. Ef menn ætla að sér að eiga möguleika gegn eins og sterku liði og Haukum þá á maður ekki möguleika þegar gerð eru svona mörg mistök. Við eigum að gera mikið betur,“ sagði Halldór Jóhann sem tapað öðrum leik sínum í röð eftir þrjá sigurleiki í kippu þar á undan.


„Það er þétt leikið um þessar mundir og staðan er fljót að breytast. Ekkert við því að gera en vissulega er slæmt að aldrei gefist tími til þess að vinna sig upp úr gjótum ef maður lendir í þeim. Eins og við erum að lenda í núna með tapaða bolta og kannski fleira. En það þýðir ekki að tala um það. Menn verða að vera fljótir upp á lappirnar aftur og vera klárir í næsta leik. Annað er ekki í boði núna,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -