- Auglýsing -
- Auglýsing -

Wolff tryggði Þjóðverjum sigur á Færeyingum í Kiel

Færeyska landsliðið í handknattleik sem mætti Þjóðverjum í umspili fyrir HM í dag. Mynd/Facebooksíða færeyska handknattleiksambandsins
- Auglýsing -

Færeyingum tókst að veita þýska landsliðinu, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, mótspyrnu í fyrri leiknum í umspili fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik karla í Kiel í dag. Þótt átta mörk hafi skilið liðin að þegar upp var staðið, 34:26, geta leikmenn færeyska landsliðsins verið ánægðir með frammistöðu sína. Andreas Wolff, markvörður Þjóðverja, var stóri munurinn á liðunum þegar upp var staðið.


Færeysku leikmennirnir gáfu ekkert eftir framan af leiknum. Leiðir skildu nokkuð á síðustu tíu mínútunum þannig að sex mörkum munaði í hálfleik, 17:11. Síðari hálfleikur var enn jafnari og hefði ekki verið fyrir stórleik Wolff, markvarðar hefði munurinn verið enn minni þegar upp var staðið. Hann varði 18 skot, 42%. Síðari viðureignin verður í Þórshöfn á laugardaginn.


Vonarstjarna Færeyinga, Elías Ellefsen á Skipagötu, var markahæstur með fimm mörk. Vilhelm Poulsen, leikmaður Fram, kom aðeins við sögu og tókst að skora einu sinni. Nicholas Satchwell, markvörður KA, kom í mark færeyska landsliðsins þegar komið var fram í síðari hálfleik og varði tvö skot.


Lukas Zerbe, Kai Häfner, Marcel Schiller og Luca Witzke skoruðu fimm mörk hver fyrir þýska landsliðið. Voru þeir markahæstir.


Ungverska landsliðið lenti í kröppum dansi í Tel Aviv en tókst að merja út eins marks sigur á Ísraelsmönnum, 33:32.


Finnland – Króatía 21:34 (9:16).
Ísrael – Ungverjaland 32:33 (18:17)
Þýskaland – Færeyjar 34:26 (17:11).
Grikkland – Svartfjallaland 25:23 (15:10).
Slóvenía – Serbía 31:34 (16:20).
Tékkaland – Norður Makedónía 24:24 (10:13).

Portúgal og Holland mætast í Portúgal á morgun. Erlingur Richardsson er þjálfari hollenska landsliðsins.

Fréttin hefur verið uppfærð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -