- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ýmir Örn og Arnór Snær taka þátt í Evrópudeildinni

Ýmir Örn Gíslason leikmaður Göppingen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þýska liðið Rhein-Neckar Löwen með Arnór Snæ Óskarsson og Ými Örn Gíslason innanborðs, leikur í A-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í næsta mánuði þegar keppni hefst. Rhein-Neckar Löwen vann Vardar öðru sinni í dag, 37:33, í síðari viðureign liðanna í undankeppninni. Rhein-Neckar Löwen vann fyrri leikinn með níu marka mun svo samanlagður sigur var afar öruggur.


Ýmir Örn skoraði tvö mörk í leiknum gegn Vardar í dag. Arnór Snær skoraði ekki mark en átti markskot sem missti marks.
Í hinum leik dagsins í undankeppninni vann svissneska liði Pfadi Winterhur liðsmenn Aguas Santas Milaneza frá Portúgal, 22:19, í Winterthur í Sviss í dag. Samanlagður sigur svissneska liðsins var eitt mark, 44:43.

Í gær komust Hannover-Burgdorf, CSM Constanta og ABC de Braga áfram. Átta félög með Íslendinga innanborðs taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en riðlaskiptinguna er að finna neðst í þessari grein.

Fyrirkomulagi keppninnar hefur verið breytt frá síðasta keppnistímabili. Í stað fjögurra riðla með sex liðum í hverjum verður leikið í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum á næsta keppnistímabili sem hefst 17. október og lýkur 5. desember.

Riðlaskipting Evrópudeildar karla:

A-riðill:E-riðill:
HCB Nantes*Kadetten Schaffhausen*
IFK KristianstadElverum
Benfica*Flensburg*
RN-Löwen*HC Lovcen-Cetinje
B-riðill:F-riðill:
Górnik ZabrzeBjerringbro/Silkeborg
AEK AþenaHC Alkaloid
Kriens-LuzernBM Logroño La Rijoja
Hannover- Burgdorf*HC Vojvodina
C-riðilll:G-riðill:
Balonmano CuencaFüchse Berlin
Gorenje VelenjeDinamo Bucaresti
IFK Sävehof*Chambéry
P.WinterthurRK Izvidac
D-riðill:H-riðill:
RK NexeSporting*
MSK Povazja BystricaTatabánya
SkjernChrobry Glogow
ABC BragaCSM Constanta
*Félög með Íslendinga í áhöfn sinni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -