Uros Zorman má stýra slóvenska landsliðinu gegn Færeyingum í lokaumferð D-riðils Evrópumóts karla í handknattleik annað kvöld. Zorman var ekki úrskurðaður í leikbann á fundi aganefndar Evrópumótsins í morgun. Hann fékk rautt spjald eftir sjö mínútur í síðari hálfleik í viðureign Slóvena og Sviss í gærkvöld. Hafði Zorman þá látið skapið hlaupa með sig í gönur.
Slóvenar voru sjö mörkum undir þegar Zorman var vikið af leikvelli og upp í áhorfendastúku. Hann fylgist með sínum mönnum snúa leiknum við og vinna með þriggja marka mun, 38:35, eftir hrun hjá landsliði Sviss. Sigurinn tryggði Slóvenum sæti í milliriðlakeppni EM.
Færeyingar eiga góðan möguleika á sæti í milliriðlakeppninni.
EM karla 2026 – úrslit, staðan og leiktímar




