Handboltaskóli HSÍ fór fram í 29. skiptið um nýliðna helgi að Varmá í Mosfellsbæ. Um 100 stúlkur og drengir fædd 2011 frá 16 félögum tóku þátt. Tilnefningar voru, eins og undanfarin ár, í höndum aðildarfélaga HSÍ.
Krakkarnir æfðu fjórum sinnum saman yfir helgina. Markmannsþjálfarateymi HSÍ sá um séræfingar fyrir markmenn en auk þeirra komu margir af efnilegustu leikmönnum landsins að verkefninu og sýndu iðkendum sínar uppáhalds æfingar.
(Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri).
Í lok námskeiðs var farið yfir næstu skref hjá hópnum en 2011 árgangurinn tekur þátt í Hæfileikamótun HSÍ tímabilið 2024/2025.
- Auglýsing -