ÍBV vann Fram, 19:17, í Olísdeild karla í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í dag í fyrsta leik deildarinnar í 114 daga. Eyjamenn voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og voru til að mynda fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 11:7. Munurinn á liðunum var einna minnstur þegar flautað var til leiksloka.
Leikmenn ÍBV gáfu tóninn strax í upphafi leiksins með því að skora fyrstu fimm af sex mörkum leiksins. Í þeirri stöðu blés ekki byrlega fyrir Fram-liðinu því Stefán Darri Þórsson fékk rautt spjald eftir aðeins tíu mínútna leik. Þessi slæma byrjun var Fram-liðinu erfið og segja má að það hafi aldrei náð sér almennilega á strik.
Menn voru ekki alveg komnir í gírinn í Eyjum. Skotnýting ÍBV var 37% og 15 sinnum tapaði liðið boltanum. Fram var með 46% skotnýtingu en tapaði boltanum 23 sinnum.
Markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki í leiknum. Petar Jokanovic, markvörður ÍBV, var með liðlega 41 % hlutfallsmarkvörslu þegar upp var staðið. Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, gerði enn betur. Hann varði alls 27 skot samkvæmt HBStatz sem gerði 58,7%.
ÍBV er þar með komið í efsta sæti deildarinnar. Liðið hefur átta stig að loknum fimm leikjum. Fram er í níunda sæti með þrjú stig.
Mörk Fram: Hákon Daði Styrmisson 7, Theodór Sigurbjörnsson 5, Dagur Arnarsson 2, Ívar Logi Styrmisson 2, Arnór Viðarsson 1, Róbert Sigurðarson 1, Fannar Þór Friðgeirsson 1.
Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 3, Andri Már Rúnarsson 3, Þorgrímur Smári Ólafsson 2, Arnar Snær Magnússon 2, Breki Dagsson 1, Kristófer Dagur Sigurðsson 1, Kristinn Hrannar Elísberg Bjarkason 1, Ægir Hrafn Jónsson 1, Sigurður Örn Þorsteinsson 1, Rógvi Christiansen 1, Þorvaldur Tryggvason 1.