Monthly Archives: July, 2021
Efst á baugi
Ólafur er á leið til silfurliðsins í Frakklandi
Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Ólafur Andrés Guðmundsson, verður leikmaður franska stórliðsins Montpellier á næsta keppnistímabili. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum og um sé að ræða tveggja ára samning.Reiknað er með að greint verði frá vistaskiptum Ólafs Andrésar á allra næstu...
Efst á baugi
Þrír sigurleikir í upphitun fyrir Ólympíuleikana
Landslið Barein, undir stjórn Arons Kristjánssonar, vann í morgun þriðja vináttuleikinn í röð við landslið Eistlands, 40:25, en eins og fyrri viðureignirnar sem fram fóru á laugardaginn og mánudaginn, þá eru þær liður í undirbúningi landsliðs Barein fyrir þátttöku...
Efst á baugi
Er ýmislegt til lista lagt
Handknattleikskonunni Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur er ýmislegt til lista lagt á íþróttavellinum. Hún er ein reyndasta og sigurælasta handknattleikskona landsliðsins og mætti til leiks á ný með Val í Olísdeildinni þegar á síðasta keppnistímabil leið auk þess sem hún gaf...
Efst á baugi
Vonir Grænlendinga glæðast
Forsvarsmenn grænlenska kvennalandsliðsiins horfa bjartsýnir fram á veginn vegna komandi undankeppni heimsmeistaramótsins fyrir Norður-Ameríku sem fram fer í Chicago í næsta mánuði. Eins og handbolti.is hefur greint frá þá hafa álfurmeistarar Kúbu hætt við þátttöku. Þar með glæðast vonir...
Efst á baugi
Molakaffi: Dale, AEK, Norðmenn, Frakkar, Ungverjar, Svartfellingar
Norska landsliðskonan Kari Brattset Dale hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við ungverska stórliðið Györ. Dale, sem stendur á þrítugu og er á leiðinni á Ólympíuleika með Evrópumeisturum Noregs, hefur verið í herbúðum Györ síðustu þrjú ár og...
Efst á baugi
Viktor semur við Fjölni
Viktor Lekve hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni á næsta tímabili og mun því mynda þjálfarateymi ásamt Guðmundi Rúnari Guðmundssyni sem stýrði liðinu síðasta vetur og gerir áfram á næstakeppnistímabili.Viktor stýrir einnig ungmennaliði Fjölnis sem ætlar að...
Efst á baugi
Landsliðskonan verður áfram í herbúðum meistaranna
Landsliðskonan í handknattleik og leikmaður Íslands- og deildarmeistara KA/Þórs, Ásdís Guðmundsdóttir, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór. Ásdís sem er 23 ára gömul er uppalin hjá KA/Þór og tók ung skrefið upp í meistaraflokk.„Ásdís hefur verið...
Efst á baugi
Fleiri rósir í hnappagatið
Markakóngur þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla og leikmaður SC Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon, var vitanlega valinn í úrvalslið deildarinnar sem kynnt var til sögunnar í morgun. Valið er enn ein rósin í hnappagat Ómars Inga eftir frábært keppnistímabil....
Efst á baugi
Kúbverjar heltast úr lestinni
Ekkert verður af því að landslið Kúbu taki þátt í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik sem stendur fyrir dyrum í Chicago í Bandaríkjunum 23. til 27. ágúst. Um er að ræða undankeppni fyrir ríki Norður-Ameríku og eyjanna í Karabíahafi.Kórónuveiran...
Efst á baugi
Molakaffi: Lunde, Aron, Richardson, Darmoul, Bak Burcea
Norski landsliðsmarkvörðurinn Katrine Lunde er á leið á sínu fjórðu Ólympíuleika síðar í þessum mánuði. Hún segir leikana verða þá síðustu á ferlinum. Lunde er 41 árs gömul og hefur leikið 307 landsleiki hefur margoft unnið til verðlauna með...
Nýjustu fréttir
Mest lesið 2 ”24: Ítrekunaráhrif, bylmingsskot, Færeyingar, tennur, töfralausn
Hér fyrir neðan er annar hluti upprifjunar á þeim fréttum sem oftast hafa verið lesnar á handbolti.is á árinu...