- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: September, 2021

Molakaffi: Parrondo til Melsungen, Tryggvi, Jukic, garðbekkur, Viggó, Müller

Spánverjinn Roberto Garcia Parrondo var í gær ráðinn þjálfari þýska 1. deildarliðsins MT Melsungen sem Alexander Petersson, Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson leika með. Forráðamenn Melsungen hafa verið í þjálfaraleit undanfarna daga eftir að fyrri þjálfari var...

Erfið byrjun sló Selfoss ekki út af laginu – Rasimas frábær

Selfoss vann inn sín fyrstu stig í Olísdeild karla er liðið vann FH, 27:23, í Set-höllinni á Selfossi í kvöld í viðureign sem fresta varð úr 1. umferð vegna þátttöku Selfossliðsins í Evrópubikarkeppninni í handknattleik fyrr í þessum mánuði....

Valsmenn eru úr leik eftir hressilega mótspyrnu

Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í Evrópudeildinni í handknattleik eftir hetjulega frammistöðu gegn þýsku bikarmeisturunum Lemgo í tveimur leikjum, samtals 54:47. Valur tapaði í kvöld með sex marka mun í Phoenix Contact Arena í Lemgo, 27:21, eftir að hafa...

Donni og Viktor Gísli komnir í riðlakeppnina

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í franska liðinu PAUC-Aix komust í kvöld riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þeir unnu stórsigur á ÖIF Arendal frá Noregi, 40:22, í síðari leik liðanna í Frakklandi.Jafntefli varð í fyrri viðureigninni, 27:27. Donni var markahæstur hjá...

Leikir kvöldsins í stuttskeytastíl

Þýsku bikarmeistararnir TBV Lemgo og Íslandsmeistarar Vals mættust öðru sinni í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Phoenix Contact Arena í Lemgo kl. 18.45 í kvöld. Lemgo vann leikinn, 27:21, og er komið áfram. Frásögn að leiknum...

„Væntum mikils af þessu fólki“

Arnar Pétursson þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik og Ágúst Þór Jóhannsson, aðstoðarþjálfari, hafa skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) um þjálfun landsliðsins.Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, greindi frá þessu á blaðamannafundi í hádeginu í dag....

„Maður bara hlýðir“

„Það myndaðist vökvi á kálfanum í leiknum heima og liðslæknirinn sagði að það væri of mikil áhætta að taka að vera með í leiknum í kvöld,“ sagði Bjarki Már Elísson hornamaður þýska liðsins Lemgo og landsliðsmaður í handknattleik við...

Hrafnhildur Ósk og Anna Úrsúla halda utan um B-landsliðið

HSÍ hefur ráðið Hrafnhildi Ósk Skúladóttur og Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur í þjálfarateymi kvennalandsliðsins í handknattleik og verða þær með umsjón yfir B-landsliði kvenna ásamt Arnari Péturssyni landsliðsþjálfara og Ágústi Þór Jóhannssyni aðstoðarþjálfara.Hrafnhildur Ósk er leikjahæsta landsliðskona Íslands. Hún...

Þrír nýliðar valdir og þrír reyndir leikmenn ekki með

Arnar Pétursson, þjálfari A landslið kvenna í handknattleik hefur valið 19 leikmenn til æfinga vegna tveggja leikja í undankeppni EM 2022 í byrjun október. Þrír nýliðar eru í hópnum, Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór, Berglind Þorsteinsdóttir, HK, og Elísa Elíasdóttir,...

Dagskráin: Selfoss fær FH í heimsókn – Evrópuleikur

Einn leikur er á dagskrá í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld. FH-ingar sækja liðsmenn Selfoss heim í Set-höllina á Selfossi. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Viðureignin er lokaleikur í fyrstu umferðar deildarinnar. Honum var frestað vegna þátttöku...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Erum með betra lið og meiri breidd

Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir landsliði Georgíu í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 16 í síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins....
- Auglýsing -