- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: February, 2022

Sigur hjá Donna í háspennuleik

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar hans í PAUC, fögnuðu í kvöld naumum en sætum sigri á Chartres, 32:31, á útivelli í fyrstu umferð frönsku 1. deildarinnar í handknattleik. Matthieu Ong innsiglaði sigurinn með marki úr vítakasti þegar hálf...

Þriðji sigur Hauka á HK

Haukar unnu HK í þriðja sinn í Olísdeild kvenna í handknattleik á leiktíðinni í kvöld er liðin mættust á Ásvöllum í Hafnarfirði. Að þessu sinni munaði átta mörkum á liðunum þegar upp var staðið, 28:20. Níu mörkum munaði að...

Rétt misstu af undanúrslitum

Gummersbach rétt missti af sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld þegar liðið tapaði fyrir 1. deildarliðinu HC Erlangen, 29:27, á heimavelli í átta liða úrslitum keppninnar. Leikmenn Erlangen skoruðu tvö síðustu mörk leiksins en Gummersbach var fjórum mörkum...

Þór er kominn í átta liða úrslit

Þór Akureyri hefur tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppni karla í handknattleik. Þór vann ÍBV2 með 13 marka mun í Kórnum í Kópavogi en svo virðist sem lið félaganna hafi ákveðið að mætast á miðri leið...

Með minnsta mun fór Víkingur burtu með bæði stigin

Víkingur gerði það gott í dag þegar lið félagsins sótt tvö stig í Dalhús í Grafarvogi með því að leggja Fjölni/Fylki, 25:24, í hörkuleik í Grill66-deild kvenna í handknattleik. Þetta var sjöundi sigur Víkinga í deildinni á keppnistímabilinu. Liðið...

Sautjándi sigurinn hjá Orra Frey og samherjum

Ekkert hik er á norska meistaraliðinu Elverum, sem landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson leikur með. Í dag vann Elverum afar öruggan sigur á heimavelli á liðsmönnum Kolstad frá Þrándheimi, 37:30, á heimavelli. Elverum hefur þar með áfram fullt hús stiga,...

Bjarni Ófeigur á sigurbraut – naumt hjá Andreu og félögum

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar hans í IFK Skövde gefa ekkert eftir í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Í dag unnu þeir Alingsås örugglega á heimavelli, 34:25, og færðust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar. IFK SKövde hefur...

Haukur lék með en ekki Sigvaldi Björn

Haukur Þrastarson lék með pólska meistaraliðinu Vive Kielce í dag þegar liðið vann Pogoń Szczecin, 34:21, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Þetta var fjórtándi sigur Kielce á keppnistímabilinu í deildinni. Liðið hefur ekki tapað stigi og hefur sem fyrr...

Valur komst á ný inn á sporið

Eftir fjóra tapleiki í röð í Olísdeild kvenna komst Valur inn á sigurbraut á nýjan leik í dag með sigri á Aftureldingu, 37:21, á Varmá í Mosfellsbæ. Valur hafði átta marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:9.Valur situr áfram...

„Ekkert annað að gera en að klára leikinn einn“

„Gunnar Óli meiddist undir lok fyrri hálfleiks. Þess vegna var ekkert annað í stöðunni en ég dæmdi einn það sem eftir var af leiknum,“ sagði Bjarki Bóasson handknattleiksdómari við handbolta.is í morgun. Bjarki stóð í ströngu í gærkvöldi þegar...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Erum með betra lið og meiri breidd

Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir landsliði Georgíu í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 16 í síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins....
- Auglýsing -