- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: May, 2022

Umdeildur lokadómur – Valur aftur kominn yfir

Valsmenn náðu á ný yfirhöndinni í rimmunni við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla í kvöld með eins marks sigri, 31:30, í frábærum handboltaleik í Origohöllinni á Hlíðarenda. Þar með hefur Valur náð í tvo vinninga en Eyjamenn einn...

Myndskeið: Syngjandi kátir Eyjamenn hita upp raddböndin

Að minnsta kosti 200 Eyjamenn eru á leiðinni í bæinn í hópferð ÍBV á þriðja úrslitaleik Vals og ÍBV um Íslandsmeistartitilinn í handknattleik karla sem hefst í Origohöllinni klukkan 19.30. Ekkert verður slegið af í kvöld.Meðfylgjandi myndskeið fékk...

Vel heppnaður handboltaskóli HSÍ

Handboltaskóli HSÍ fór fram í 27. skiptið um nýliðna helgi í Kaplakrika í Hafnarfirði. Um 110 stúlkur og drengir fædd árið 2009 tóku þátt að þessu sinni en tilnefningar voru eins og undanfarin ár í höndum aðildarfélaga HSÍ.Krakkarnir æfðu...

Rut og Óðinn best – Bruno og Rakel efnilegust – fjórir róa á ný mið

Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Óðinn Þór Ríkharðsson voru valin bestu leikmenn kvennaliðs KA/Þórs og karlaliðs KA á lokahófi handknattleiksdeildar KA sem haldið var á Vitanum í gærkvöld. Þar var keppnistímabilið sem er að baki gert upp. Frá þessu er...

Straumur liggur frá Eyjum á Hlíðarenda

„Það eru heldur fleiri miðar farnir út núna en fyrir fyrsta leikinn,“ sagði Theódór Hjalti Valsson starfsmaður Vals við handbolta.is í morgun spurður hvort líflegt væri yfir sölu aðgöngumiða á þriðja leik Vals og ÍBV í úrslitum Íslandsmóts karla...

Annar markvörður fer frá Fjölni til FH

FH hefur klófest annan markvörð frá Fjölni á fáeinum dögum. Í morgun greindi FH frá því að samið hafi verið Sigurdísi Sjöfn Freysdóttur markvörð frá FH. Hún verður 18 ára síðar á árinu og hefur verið í æfingahópum U18...

Dagskráin: Fjölmennt verður á þriðju viðureignina

Þriðja viðureign Vals og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla verður háð í kvöld í Origohöll Valsmanna á Hlíðarenda. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.Staðan er jöfn, hvort lið hefur unnið einn leik. Valur vann með talsverðum yfirburðum í...

Eftirmaður Berge er fundinn

Norska handknattleikssambandið hefur komist að niðurstöðu í leit sinni að eftirmanni Christian Berge þjálfara karlalandsliðsins samkvæmt frétt NRK, norska sjónvarpsins í morgun. Til stendur að ráða Jonas Wille, sem var aðstoðmaður Berge síðustu mánuðina í starfi, sem landsliðsþjálfara.Wille hefur...

Molakaffi: Fimm rauð spjöld og meistarar, Axel, Rej, Herning-Ikast, undanúrslit

Łomża Vive Kielce varð í gærkvöld pólsku meistari í handknattleik eftir sigur á Wisła Płock, 25:23, eftir vítakeppni í uppgjöri efstu liðanna en leikið var í Płock. Łomża Vive Kielce varð þar með pólskur meistari í 11. sinni í...

Aftur lentir undir í einvíginu

Aftur eru Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar í IFK Skövde lentir undir í einvígi sínu við Ystads IF í baráttunni um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Í kvöld töpuðu þeir með fjögurra marka mun, 31:27, á heimavelli í þriðju viðureign...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Valur er einnig kominn í undanúrslit í Evrópu

Valur er kominn í átta liða úrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik eftir sigur á spænska liðinu Málaga Costa del...
- Auglýsing -