Landslið Íslands og Færeyja í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, mætast í vináttulandsleik í Kórnum í Kópavogi klukkan 14.
Leiknum er streymt og er m.a. hægt að fylgjast með á hlekknum hér fyrir neðan.
https://www.youtube.com/watch?v=FFX7lRiAh5k
Erlingur Richardsson er hættur þjálfun hollenska karlalandsliðsins í handknattleik. Hollenska handknattleikssambandið segir frá þessu í morgun á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að forsvarsmenn sambandsins telji rétt breytingar verði á og að nýr þjálfari komi til starfa.
Erlingur hefur þjálfað...
Grímur Hergeirsson verður ekki í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá ÍBV á næsta keppnistímabili. Þetta kemur fram í frétt Tíguls í Vestmannaeyjum. Grímur fékk þakklætisvott frá handknattleiksdeild ÍBV í lokahófi deildarinnar í gærkvöld.
Grímur kom inn í þjálfarateymið með Erlingi Richardssyni...
Sunna Jónsdóttir og Rúnar Kárason voru valin bestu leikmenn meistaraflokksliða ÍBV á nýliðnu keppnistímabili. Þau ásamt fleiri leikmönnum liðsins og voru heiðruð í lokahófi handknattleiksdeildar ÍBV sem fram fór með pomp og prakt í sal Kiwanisklúbbsins í Vestmannaeyjum í...
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að sjálfsögðu á meðal áhorfenda í íþróttahöllinni í Magdeburg, þegar Bennet Wiegert og lærisveinar hans tryggðu sér Þýskalandsmeistaratitilinn 2022 á fimmtudaginn með því að leggja Balingen-Weistetten að velli, 31:26.
Forráðamenn Magdeburgar-liðisins óskuðu eftir því...
Fjögur bestu lið Meistaradeildar kvenna er klár í að berjast í dag um sigurlaunin í keppninni fyrir framan 20.000 áhorfendur í MVM Dome höllinni í Búdapest.Eftir sárt tap fyrir Brest í undanúrslitum í fyrra er ungverska liðið Györ komið...
Guðrún Þorláksdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu sem leikur í Grill66-deildinni. Guðrún er 24 ára gömul og leikur sem línumaður Hún hefur leikið með meistaraflokki Gróttu undanfarin sex ár og er einn reynslumesti leikmaður liðsins...
Arnar Birkir Hálfdánsson leikur ekki áfram á næstu leiktíð með þýska handknattleiksliðinu EHV Aue eftir því sem greint er frá á Facebooksíðu félagsins í kvöld. Þar kemur fram að Arnar Birkir sé einn átta leikmanna sem eru að kveðja...
Elín Klara Þorkelsdóttir og Brynjólfur Snær Brynjólfsson voru valin bestu leikmenn Hauka á nýliðinni leiktíð. Tilkynnt var um valið á lokahófi handknattleiksdeildar á dögunum þar sem fleiri viðurkenningar voru veittar til leikmanna liðsins.
Einnig var tækifærið notað til þess að...
„Leikirnir leggjast vel í mig. Alltaf gaman að spila landsleiki hér heima og eru stelpurnar spenntar,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U18 ára landsliðs kvenna sem leikur tvo leiki hér heima á morgun og á sunnudaginn við færeyska...