Monthly Archives: August, 2024
Efst á baugi
Molakaffi: Elmar í hörkuleikjum, Janus, Jóhanna, Berta
Elmar Erlingsson og félagar í þýska handknattleiksliðinu Nordhorn-Lingen voru gestgjafar afar sterks móts um nýliðna helgi þegar Evrópumeistarar Barcelona, þýska liðið Flensburg og Montpellier frá Frakklandi komu í heimsókn til Nordhorn og reyndu með sér. Rífandi góð stemning og...
Efst á baugi
Það er engan bilbug á okkur að finna
https://www.youtube.com/watch?v=CIeta_sVQDQ„Það tekur sinn tíma og hefur sinn gang að koma mikið breyttu liði saman eftir miklar breytingar frá síðasta tímabili,“ segir Gunnar Magnússon þjálfari karlaliðs Aftureldingar í samtali við handbolta.is í dag áður en hann hóf æfingu með leikmönnum...
Fréttir
Meistarakeppni HSÍ á miðvikudag og laugardag
Handknattleikstímabilið hefst formlega á miðvikudagskvöld þegar FH og Valur mætast í Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki í íþróttahúsinu í Kaplakrika, heimavelli Íslands- og deildarmeistara FH. Andstæðingurinn, Valur, vann bikarkeppnina á síðasta keppnistímabili auk Evrópubikarkeppninnar í maí. Flautað verður til leiks...
Fréttir
Ekkert hik á Skarphéðni Steini
Skarphéðinn Steinn Sveinsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár.„Skarphéðinn er ungur og sprækur línumaður uppalinn á parketinu á Selfossi. Skarphéðinn var hluti af U-liði Selfoss sem vann 2. deildina síðastliðinn vetur. Það verður gaman...
Efst á baugi
Sissi bætist í þjálfarateymi Íslandsmeistara Vals
Sigurgeir Jónsson eða Sissi eins og hann er oftast kallaður hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild Vals. Sissi kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og vera Ágústi Þór Jóhannssyni, Degi Snæ Steingrímssyni og Hlyni Morthens innan handar ásamt því...
Efst á baugi
Frændurnir hafa ekkert verið með Haukum fram til þessa
Frændurnir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson hafa lítið sem ekkert leikið með Haukum í æfingaleikjum síðan að undirbúningstímabilið hófst í sumar. Guðmundur Hólmar gekkst undir aðgerð á öxl í sumar og Geir leitaði sér lækningar vegna ítrekaðra tognunar...
Efst á baugi
Pálmi Fannar verður ekki með HK í vetur
Pálmi Fannar Sigurðsson fyrirliði og einn traustasti leikmaður HK á undanförnum árum leikur ekki með liðinu í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Sennilegt er að handknattleiksskór hans séu að mestu komnir upp á hillu.Eftir því sem handbolti.is hefur fregnað er...
Efst á baugi
Molakaffi: Orri, Stiven, Haukur, Ísak, Viktor, Einar, Tryggvi, Bjarki, Arnar, Elvar, Viktor, Andri, Viggó
Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting unnu Benfica í úrslitaleik Meistarakeppninnar í Portúgal í gær, 37:21. Orri Freyr hefur átt í meiðslum í ökkla og kom lítið við sögu en var engu að síður á leikskýrslu. Stiven Tobar...
Efst á baugi
Myndir: Verðlaunahafar Ragnarsmótsins
Ragnarsmótinu í handknattleik karla í gær með sigri Gróttu eins og handbolti.is sagði frá í gærkvöld. Að vanda lét mótshaldari, handknattleiksdeild Selfoss, ekki nægja að veita sigurliðinu verðlaun heldur var nokkrum einstaklingsverðlaunum deilt út til leikmanna sem sköruðu framúr...
Fréttir
Atli kemur inn í þjálfarateymi Selfoss
Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hefur samið við Atla Kristinsson um að ganga inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla fyrir komandi tímabil. Hann mun verða Carlos Martin Santos til halds og trausts með meistaraflokk karla sem og 3. flokk auk U-liðsins.Atli er...
Nýjustu fréttir
Mest lesið 2 ”24: Ítrekunaráhrif, bylmingsskot, Færeyingar, tennur, töfralausn
Hér fyrir neðan er annar hluti upprifjunar á þeim fréttum sem oftast hafa verið lesnar á handbolti.is á árinu...