- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: January, 2025

Björgvin Páll sá þriðji sem nær 50 HM-leikjum

Björgvin Páll Gústavsson hinn þrautreyndi markvörður íslenska landsliðsins tók þátt í sínum 50. leik á heimsmeistaramóti í gærkvöld þegar íslenska landsliðið lagði Egypta, 27:24, í fyrstu umferð milliriðlakeppni HM í handknattleik. Þar með komst Björgvin Páll í flokk með...

Það er enginn að bora í nefið

„Ég er þreyttur en hrikalega ánægður með að hafa klárað þetta. Leikurinn var erfiður. Það er snúið að ná góðu forskoti gegn liði sem leikur hægt og er öflugt á boltanum. Okkur tókst að fá þá til að gera...

Frábær byrjun í milliriðlinum

„Ég er hrikalega ánægður með að hafa unnið leikinn og náð í tvö alveg ótrúlega mikilvæg stig. Frábær byrjun í milliriðlinum,“ segir Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is í Zagreb Arena í kvöld að loknum...

Hrikalega ánægður með einbeitinguna og kraftinn í strákunum

„Mér líður bara mjög vel. Það segir sig sjálft. Ég er ánægður með leik liðsins í 60 mínútur í kvöld. Að einhverju leyti líkur leikur og gegn Slóvenum, hart tekist á, góður varnarleikur og markvarsla. Við náðum annarri góðri...

Áfram heldur jökullinn að loga – hillir undir sæti í 8-liða úrslitum

Íslenska liðið heldur hiklaust áfram á sigurbraut heimsmeistaramótsins í handknattleik og áfram er sungið um jökulinn sem logar í Zagreb Arena. Svo sannarlega hélt skemmtunin áfram í kvöld þegar íslenska landsliðið vann sinn fjórða leik á heimsmeistaramótinu. Afríkumeistarar Egyptalands...

Myndasyrpa: Íslendingum í stuði fjölgar í Zagreb – treyjurnar runnu út

Fullt var út úr dyrum á veitingastaðnum Johann Frank í miðborg Zagreb eftir klukkan fjögur í dag þar sem Sérsveitin, stuðningssveit íslensku landsliðanna í handknattleik var með samkomu á meðal Íslendinga sem eru í borginni til að styðja íslenska...

Haukur kallaður inn í hópinn í stað Einars

Haukur Þrastarson kemur inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins fyrir leikinn við Egyptaland í 1. umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik í kvöld. Einar Þorsteinn Ólafsson víkur úr leikmannahópnum í stað Hauks. Sveinn Jóhannsson verður áfram utan hópsins eins og gegn...

Áratugur frá síðasta leik við Egypta á HM

Áratugur er liðinn frá síðustu viðureign Íslands og Egyptalands á HM í handknattleik. Sú viðureign átti sér stað á HM í Doha í Katar. Ísland vann leikinn 28:25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 13 mörk og Ásgeir Örn Hallgrímsson var...

Hlaðvarp – HM í handbolta – Betkastið

Riðillinn gerður upp með Séffanum og Ponzunni ásamt því hvað er í vændum.https://open.spotify.com/episode/3odbrS54AjqYakq0HVqALZ?si=sj9DFo4mQLGvsFCDw4fswA

Egyptar sýndu best gegn Króötum hversu sterkir þeir eru

„Egyptar leika hægari sóknarleik en Slóvenar, hafa hærri, þyngri og líkamlega sterkari leikmenn og gera sitt mjög vel. Sóknarleikur Egypta er mjög ólíkur þeim sem Slóvenar leika,“ segir Arnór Atlason aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í handknattleik spurður um muninn á slóvenska...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Viktor Gísli hefur samið við Evrópumeistarana

Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handknattleik hefur samið við Evrópumeistara Barcelona til ársins 2027. Félagið tilkynnti um komu Viktors...
- Auglýsing -