- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: January, 2025

Júlíus Þórir ráðinn til þriggja ára

Júlíus Þórir Stefánsson sem tók tímabundið við þjálfun Olísdeildarliðs Gróttu í handknattleik kvenna í byrjun nóvember hefur verið ráðinn þjálfari liðsins til næstu þriggja ára. Tilkynnti Grótta um ráðninguna í gærkvöld. Áður hafði Sigurjón Friðbjörn Björnsson þjálfað Gróttuliðið í...

HM karla 2025 – leikdagar, leikstaðir, leiktímar

Heimsmeistaramót karla í handknattleik fer fram í Danmörku, Noregi og í Króatíu frá 14. janúar til 2. febrúar 2025. Íslenska landsliðið verður á meðal þátttökuliða og er í G-riðli með landsliðum Grænhöfðaeyja, Kúbu og Slóveníu.Hér fyrir neðan er leikstaðir,...

Molakaffi: Cvijić, Lekić, Bregar, Lenne, Karlsson, Duvnjak

Tvær af öflugri handknattleikskonum Serbíu á síðustu árum, Dragana Cvijić og Andrea Lekić, hafa ákveðið að gefa kost á sér á nýjan leik í landsliðið. Þeim lyndaði ekki við Uroš Bregar fyrrverandi landsliðsþjálfara. Nú þegar Bregar er hættur hafa...

Ekkert hik á KA/Þór – öruggur sigur í suðurferð

Efsta lið Grill 66-deildar kvenna í handknattleik, KA/Þór, hóf árið í kvöld eins og það lauk leikárinu í deildinni í nóvember á sigri. Leikmenn KA/Þórs lögðu land undir fót í dag og léku við Fram2 í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal...

Gille er hoppandi kátur

Guillaume Gille, landsliðsþjálfari Frakklands í handknattleik karla, var hoppandi kátur í dag þegar Dika Mem og Elohim Prandi fengu grænt ljós á að taka þátt í undirbúningi franska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik sem hefst í næstu viku. Læknateymi...

Molakaffi: Cupic, Goluza, Schjött hættir, Blonz, Löfqvist

Einn þekktasti handknattleiksmaður Króata á síðari árum, Ivan Cupic, hefur verið ráðinn þjálfari hins forna stórliðs RK Metkovic sem hafði viðbótarheitið Jambo þegar liðið lék við Hauka í undaúrslitum EHF-keppninnar í ársbyrjun 2001. Nokkru síðar datt botninn úr öllu...

Tinna Valgerður gengur til liðs við KA/Þór

Handknattleikskonan Tinna Valgerður Gísladóttir hefur gengið til liðs við efsta lið Grill 66-deildarinnar, KA/Þór. Félagaskipti hennar gengu í gegn í morgun og skráð á félagaskiptavef HSÍ. Um er að ræða lánasamning út keppnistímabilið en Tinna Valgerður er félagsbundin Gróttu....

Dagskráin: Efsta liðið mætir í Úlfarsárdal

Einn leikur fer fram í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Efsta lið deildarinnar, KA/Þór, sækir Fram2 heim í Lambhagahöllina. Áformað er að flautað verði til leiks klukkan 18.15. Um er að ræða síðasta leikinn í 9. umferð deildarinnar sem...

Molakaffi: Dana, Birta, Elín, Elías

Dana Björg Guðmundsdóttir og samherjar í Volda tylltu sér á topp næst efstu deildar kvenna í handknattleik í Noregi með sjö marka sigri á Fjellhammer, 34:27, á útivelli í gær. Segja má að Volda hafi gert út um leikinn...

HK, Afturelding, Víkingur og Valur2 hófu árið á sigrum

Liðin í öðru og þriðja sæti Grill 66-deildar kvenna, HK og Afturelding, unnu leiki sína í dag þegar keppnin hófst á ný eftir margra vikna hlé. HK lagði Fjölni, 31:23, í Fjölnishöllinni í Grafarvogi og hefur 13 stig níu...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Erum með betra lið og meiri breidd

Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir landsliði Georgíu í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 16 í síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins....
- Auglýsing -