- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: September, 2025

Kostaboð á alla þrjá Evrópuleiki Framara

Fram hefur hafið miðasölu á heimaleiki sína í Evrópudeild karla sem fram fara í næsta og þar næsta mánuði. Sérstakt tilboð er til þeirra sem kaupa miða saman á alla leikina þrjá, 9.000 kr. Miðasala á Stubb.is - smelltu hér...

Róbert Geir lætur af starfi framkvæmdastjóra HSÍ

Fréttatilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands. Róbert Geir Gíslason hættir sem framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands.Róbert hefur starfað hjá HSÍ í 22 ár og síðustu 9 ár sem framkvæmdastjóri. Á þeim tíma hefur hann unnið ötult starf fyrir handknattleikshreyfinguna og lagt mikið af mörkum...

Myndskeið: Önnur umferð á 120 sekúndum

Tekin hafa verið saman myndbrot úr leikjum 2. umferðar Olísdeildar karla og kvenna sem lauk á síðasta laugardag, 60 sekúndur úr hvorri deild. Þriðja umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Vegna landsleiks Danmerkur og Íslands ytra á laugardaginn...

Þýskur markvörður stendur vaktina á Selfossi

Þýski markvörðurinn Philipp Seidemann hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til næstu tveggja ára Seidemann er 23 ára gamall alinn upp í akademíunni hjá Leipzig.  Hann kemur á Selfoss frá liðinu Plauen Oberlosa sem leikur í þýsku 3. deildinni. Þar...

Karlar – helstu félagaskipti 2025

Eins og undanfarin ár heldur handbolti.is skrá yfir helstu félagaskipti meðal handknattleiksfólks sem greint hefur verið frá á síðustu mánuðum og vikum, jafnt innanlands sem utan. Hér fyrir neðan er það sem hæst ber í félagaskiptum á meðal handknattleikskarla og...

Jón og Ásgeir sitja kosningaþing EHF

Jón Halldórsson formaður HSÍ og Ásgeir Jónsson varaformaður HSÍ sitja ársþing Handknattleikssambands Evrópu, EHF, sem fram fer í Andau í Austurríki á föstudag og laugardag. EHF heldur þing af þessu tagi fjórða hvert ár. Þá er m.a. kosinn forseti og...

Dagskráin: Þrír leikir í 3. umferð Olísdeildar karla

Þriðja umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld með þremur viðureignum, tveimur í Hafnarfirði og einni í Mosfellsbæ. Leikir kvöldsins: Ásvellir: Haukar - ÍR, kl. 18.30.Varmá: Afturelding - KA, kl. 19.Kaplakriki: FH - ÍBV, kl. 19.30. Staðan og næstu leikir í...

Molakaffi: Þorsteinn, Óðinn, Arnar, Birgir, Arnór

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm sinnum í 10 marka sigri FC Porto, 35:25, á ABC de Braga í annarri umferð portúgölsku 1. deildinni í gærkvöld. Leikið var í Braga. Porto hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Óðinn Þór...

Ásgeir Snær og Bragi Rúnar í þriggja leikja bann

Handknattleiksmennirnir Ásgeir Snær Vignisson hjá Víkingi og Bragi Rúnar Axelsson hjá Herði voru í dag úrskurðaðir í þriggja leikja bann hvor á fundi aganefndar HSÍ. Mál þeirra voru fyrst tekin fyrir í gær en afgreiðslu þeirra frestað þangað til...

Janus Daði sagður á leiðinni til Barcelona

Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik gengur að öllu óbreyttu til liðs við Barcelona næsta sumar samkvæmt frétt Mundodeportivo, dagblaðs í Barcelona í kvöld. Fullyrt er að Janus Daði leysi af Domen Makuc sem kveður Barcelona og verður liðsmaður...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Noregur tekur afstöðu – ætlar ekki að kjósa Moustafa

Randi Gustad, forseti norska handknattleikssambandsins, sýnir enga hálfvelgju heldur staðfestir við VG að Noregur ætli ekki styðja Hassan Moustafa...
- Auglýsing -