- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: November, 2025

Færeyingar unnu sögulegan sigur í Tríer

Færeyingar brutu blað í íþróttasögu sinni í kvöld þegar kvennalandsliðið vann sinn fyrsta sigur í lokakeppni heimsmeistaramóts í handknattleik. Færeyska landsliðið vann Spán, 27:25, í hörkuleik í Tríer í Þýskalandi. Jana Mittun skoraði tvö síðustu mörk leiksins og innsiglaði...

Grill 66 deildin: Hvíti riddarinn og Valur 2 höfðu betur á útivöllum

Hvíti Riddarinn vann Fram 2 á útivelli með tveggja marka mun, 24-26. Jafnt var á með liðunum fyrstu 12 mínútur leiksins. Eftir það leiddi Hvíti Riddarinn og náði 5 marka forystu í hálfleik, 9-14. Í seinni hálfleik náðu Hvíti...

FH-ingar þremur stigum frá toppnum og ÍBV vann góðan sigur

FH-ingar gerðu góða ferð í Lambhagahöllina í kvöld er þeir lögðu Íslandsmeistara Fram, 30:28, í 12. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Hafnarfjarðarliðið er þar með þremur stigum á eftir efstu liðum deildarinnar, Haukum og Val, en engu að síður...

Sennilega skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað

„Úrslitin eru ógeðslega svekkjandi en á sama tíma var síðari hálfleikurinn sennilega skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is í kvöld eftir eins marks tap íslenska landsliðsins fyrir Serbum,...

„Svekkt að hafa ekki náð jafntefli eða jafnvel sigri“

„Mér fannst þetta grátlegt. Við spiluðum frábærlega, sérstaklega í síðari hálfleik,“ sagði Hafdís Renötudóttir markvörður sem varði frábærlega í síðari hálfleik og lagði sitt lóð á vogarskálar íslenska landsliðsins þegar það hafði nærri unnið upp sjö marka forskot Serba...

Mættum til þess að berja á þeim í síðari hálfleik

„Okkur vantaði aðeins upp á þetta í lokin, þetta var eitt færi til eða frá,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir eins marks tap fyrir Serbíu, 27:26, á heimsmeistaramótinu í Porsche Arena í...

„Í alvöru, þetta er bara leiðinlegt“

„Í alvöru, þetta er bara leiðinlegt,“ sagði Lovísa Thompson landsliðskona í handknattleik eftir eins marks tap fyrir Serbum í annarri umferð riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Stuttgart í kvöld, 27:26. „Við vorum ekki sáttar við frammistöðu okkar í fyrri...

Grátlegt eins marks tap eftir frábæran síðari hálfleik

Íslenska landsliðið var grátlega nærri jafntefli við Serba í annarri umferð riðlakeppni HM kvenna í Porshe Arena í Stuttgart í kvöld. Eftir frábæra frammistöðu í 25 mínútur í síðari hálfleik var íslenska liðið hársbreidd frá öðru stiginu. Varið var...

Þjóðverjar öruggir um sæti í milliriðli – Úrúgvæ var engin fyrirstaða

Þýska landsliðið var ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna. Þýska landsliðið vann stórsigur á landsliði Úrúgvæ, 38:12, í fyrri viðureign dagsins í 2. umferð C-riðils. Þýska landsliðið hefur þar með unnið...

Elísa kemur inn – Alexandra Líf fellur út

Ein breyting verður á íslenska landsliðinu sem mætir serbneska landsliðinu í annarri umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna í kvöld. Elísa Elíasdóttir úr Val tekur sæti Alexöndru Lífar Arnarsdóttur sem lék gegn Þýskalandi í fyrrakvöld. Elísa hafði þá ekki...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Fjórir öflugir snúa til baka í sænska EM-hópinn

Michael Apelgren landsliðsþjálfari Svíþjóðar í handknattleik karla hefur valið sinn 18 manna hóp sem hann ætlar að tefla fram...
- Auglýsing -