- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: November, 2025

Stórsigur Aftureldingar á Haukum – Valur átti ekki í erfiðleikum og KA vann

Afturelding fagnaði komu Gunnars Magnússonar fyrrverandi þjálfara liðsins að Varmá með því að kjöldraga hans núverandi lærisveina í Haukum í Myntkaup-höllinni í kvöld, 31:22, í viðureign liðanna í 12. umferð Olísdeildar karla. Haukar áttu undir högg að sækja...

Handboltahöllin: Stórleikur Arons Rafns – hrun HK í síðari hálfleik

Fjallað var um stórleik Arons Rafns Eðvarðssonar markvarðar Hauka gegn HK í Olísdeild karla í handbolta í síðasta þætti Handboltahallarinnar sem fór í loftið á mánudaginn. Aron Rafn var með um 50% markvörslu í leiknum og lék HK-inga grátt. Frábær...

Aftureldingu barst góð gjöf

Aftureldingu barst dýrmæt gjöf á dögunum, þegar fjölskylda Lárusar Hauks Jónssonar færði félaginu verðmæta áritaða treyju frá tímabilinu 1998-1999. Tímabilið þar sem meistaraflokkur karla í handknattleik vann alla þá titla sem voru í boði og markaði djúp spor í...

Ég set búnt á skenkinn og víti fyrir bílakjallarann

„Við vorum eins og beljur á vorin þegar við hlupum inn á völlinn, þá var þetta allt saman æðislegt þótt endirinn hafi ekki verið alveg eins og Titanic. En við gerðum okkar allra besta,“ segir Hafdís Renötudóttir landsliðsmarkvörður og...

Var svolítið lengi að ná sér niður eftir leikinn

„Maður var svolítið lengi að ná sér niður eftir leikinn. Þetta var algjör sturlun. En nú líður mér bara orðið vel,“ segir Katrín Tinna Jensdóttir landsliðskona í handknattleik við handbolta.is í Stuttgart en viðtalið var tekið rétt fyrir hádegið...

Dagskráin: Síðari hlutinn hefst með þremur leikjum

Síðari helmingur Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld þegar þrjár fyrstu viðureignir 12. umferðar fara fram. Olísdeild karla, 12. umferð:N1-höllin: Valur - Stjarnan, kl. 18.30.KA-heimilið: KA - Selfoss, kl. 19.Myntkaup-höllin: Afturelding - Haukar, kl. 19.30. Staðan og næstu leikir í...

Myndasyrpa: Óvænt uppákoma – peningaseðill á leikvellinum

Skondið atvik átti sér stað snemma í síðari hálfleik í viðureign Þýskalands og Íslands í Porsche Arena í gær þegar peningaseðill lá á gólfi keppnishallarinnar. Annar dómarinn brást snöfurmannlega við, þreif peningaseðilinn upp úr gólfinu og kom honum á...

Matthildur: „Rosalegasta sem ég hef upplifað“ – viðtal og myndasyrpa

„Þetta var það rosalegasta sem ég hef upplifað,“ segir Matthildur Lilja Jónsdóttir, 21 árs kona úr ÍR, sem lék sinn þriðja landsleik í gær þegar íslenska landsliðið í handknattleik mætti þýska landsliðinu í upphafsleik HM í Stuttgart að viðstöddum...

Níu léku í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti – myndir

Níu af 16 leikmönnum íslenska landsliðsins léku í gærkvöld í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti í handknattleik kvenna. Þar með hafa 42 handknattleikskonur tekið þátt í þremur heimsmeistaramótum sem kvennalandslðið hefur tekið þátt í, 2011, 2023 og 2025. HM-nýliðar voru...

Áfram heldur sigurganga Evrópumeistaranna

Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu níunda leikinn í Meistaradeild Evrópu í kvöld er þeir lögðu Eurofarm Pelister, 31:26, í Bitola í Norður Makedóníu. Magdeburg er þar með áfram efst með fullt hús stiga í B-riðli keppninnar. Þýska liðið var þremur...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Evrópubikarmeistarar Vals eru íþróttalið Reykjavíkur

Handknattleikslið Vals í kvennaflokki var í dag útnefnt íþróttalið Reykjavíkur 2025 við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Valsliðið er sannarlega...
- Auglýsing -