- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alltaf sérstakt að leika heima

Sandra Toft markvörður danska landsliðsins og franska liðsins Brest. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Stórleikur helgarinnar í Meistaradeild kvenna fer fram í dag þegar að danska liðið Odense tekur á móti franska liðinu Metz. Þessi leikur er ekki síst sérstakur fyrir danska landsliðsmarkvörðinn, Söndru Toft, sem leikur með Brest eftir að hafa skipt þangað frá danska liðinu Esbjerg árið 2019. „Það er alltaf sérstakt að koma og spila í Danmörku. Það veitir manni auka hvatningu að leika í föðurlandinu,“ sagði Toft í viðtali við heimasíðu EHF.

Enn í sambandi við Groot

Brest er annað erlenda félagið sem hin 31 árs markmaður spilar með á sínum ferli en hún lék áður með norska liðinu Larvik í þrjú tímabil 2014-2017. Sandra Toft spilaði lengst af með TTH Holstebro og þar kynnist hún leikstjórnanda Odense, Nycke Groot, vel. Þessi vinátta hefur haldist allar götur síðan þrátt fyrir að þær hafa ekki verið samherjar síðan og í raun hafa þær aldrei misst sambandið við hvor aðra.

„Það er ekki þannig að við hringjum í hvor aðra á hverjum morgni en við erum alltaf glaðar þegar við sjáum hvor aðra. Við höfum passað uppá að halda sambandi síðan að leiðir okkar skildu. Hún er frábær leikmaður sem er mjög erfitt að spila gegn, en hún er ekki sú eina sem getur skapað hættu í liði Odense.“

Erum ánægðar með byrjunina

Danska liðið Odense er í öðru sæti B-riðils með átta stig og liðið getur tekið forystuna í riðlinum ef að liðið nær að gera jafntefli í það minnsta gegn Brest, sem situr í fjórða sæti riðilsins með sex stig. Franska liðið tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í ár þegar liðið tapaði gegn CSKA um síðustu helgi.

„Við erum nokkuð ánægðar með byrjunina hjá okkur á þessu tímabili. Það hafa komið tímar þar sem við höfum spilað mjög vel en svo hafa líka komið tímar sem við höfum ekki náð okkur á strik. Því miður náðum við ekki að sýna okkar besta um síðustu helgi gegn CSKA og það er þannig í Meistaradeildinni að þú þarft ávallt að sýna þitt besta til þess að sigra andstæðinginn,“ sagði Toft sem hefur einu sinni verið valin í úrvalslið Meistraradeildar kvenna, tímabilið 2014/2015 þegar hún spilaði með Larvik.

Byr í seglum hjá Odense

Þrátt fyrir að hafa aldrei spilað með Odense þá hefur Sandra Toft fylgst vel með því hvað samherjar hennar í danska landsliðinu hafa gert til þessa. Hún virðist gera sér grein fyrir því að það mun vera erfitt fyrir Brest að ná í þau tvö stig sem eru í boði í þessum leik. „Odense er með virkilega gott lið og þær eru með meðvind þessa stundina. Vonandi náum við að verða annað liðið á þessari leiktíð sem sigrar þær, en við vitum að það bíður okkar erfitt verkefni,“ segir Sandra Toft markvörður franska liðsins Brest.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -