- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrjú íslensk lið verða í pottunum tveimur

Lið Vals og KA/Þórs verða m.a. í pottinum þegar dregið verður í Evrópubikarkeppnina á morgun. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Þrjú íslenska lið verða dregin út í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik á morgun. Valur verður í efri styrkleikaflokki en KA/Þór og ÍBV í þeim neðri en alls verða nöfn 54 liða í skálunum sem dregið er úr. Þeim hefur verið skipt niður í tvo styrkleikaflokka.


ÍBV komst í átta liða úrslit Evrópubikarkeppninnar á síðasta keppnistímabili. Engu að síður er ÍBV í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður. Meðal liða sem eru í efri flokkum og ÍBV getur dregist á móti er gríska liðið PAOK sem ÍBV sló út í fyrstu umferð á síðasta vetri.


KA/Þór er einnig í neðri styrkleikaflokki en meðal liða í efri flokknum er KHF Istogu frá Kósovó sem KA/Þór vann í fyrstu umferð á síðasta tímabili.
Bikarmeistarar Vals eru í efri flokknum og geta þar með dregist gegn íslensku liðunum, ÍBV og KA/Þór.


Ástæða þess að Valur er fyrir ofan ÍBV og KA/Þór er sú að liðunum er raðað niður í styrkleikaflokka eftir stigum sem hvert land hefur unnið sér inn í keppninni á undanförnum árum, óháð hvaða lið hefur tekið þátt og aflað stiganna. Þar sem Valur er metinn sterkasta liðið af þremur frá Íslandi sem bikarmeistari er liðið sett efst. Hin tvö koma þar á eftir.


Leikir fyrstu umferðar Evrópubikarkeppninnar fara fram helgarnar 8. og 9. október og 15. til 16. október.

Handbolti.is mun hafa vakandi auga á drættinum í fyrramálið.

Efri styrkleikaflokkur:

Cabooter Handbal VelnoHollandi
SSV Brixen SüdtirolÍtalíu
A.C.PAOKGrikklandi
Sport Lisboa e BenficaPortúgal
Valur
MKS Iuventa MichalovceSlóvakíu
Gjoche Petrov-WHC SkopjeN-Makedóníu
H71Færeyjum
LK Zug HandballSviss
Maccabi Arazim Ramat GanÍsrael
WAT ArtgersdorfAusturríki
HRK GrudeBosníu
LugiSvíþjóð
HB KäerjengLúxemborg
HC AzeryolAserbadsjan
KHF IstoguKósovó
DickenFinnlandi
HC ByalaBúlgaríu
Cyview LatisaKýpur
KPR Gminy KobiwezycePóllandi
Motice.co GijonSpáni
ZRK Naisa NisSerbíu
Antalya Konyaalti BSKTyrklandi
DHC Slavía PragTékklandi
HV QuintusHollandi
Jomi SalernoÍtalíu
OFN IoniasGrikklandi

Neðri styrkleikaflokkur:

Madeira Andebol SADPortúgal
KA/Þór
HC DAC Dunajska StredaSlóvakíu
ZRK KumanovoN-Makedóníu
Yellow WinterthurSviss
Holon Handball clubÍsrael
UHC StockerauAusturríki
ZRK BoracBosníu
HB DudelangeLúxemborg
KHF FerizajKósovó
Eurobud JKS JaroslawPóllandi
Club Balomano ElcheSpáni
JuRo Unirek/VZVHollandi
Ali Best Espresso MestrinoÍtalíu
A.E.S.H. PyleaGrikklandi
Alavarium Love TilesPortúgal
ÍBV
WHC MetalurgN-Makedóníu
SC Witasek FerlachAusturríki
Westfriesland/SEWHollandi
HC Cassa Rurale PontiniaÍtalíu
GAS KamaterouGrikklandi
WHC CairN-Makeóníu
Ankara Yenimahalle BSKTyrklandi
Anagennisi ArtasGrikklandi
Ada de San Pedrolo SulPortúgal
Roomz Jags WVAusturríki
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -