- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svartfellingar stimpluðu sig inn í undanúrslit

Bojana Popovic þjálfari landsliðs Svartfellinga er komin með lið sitt í undanúrslit á EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Svartfellingar voru önnur þjóðin til þess að tryggja sér sæti í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í handknattleik kvenna. Það varð staðfest með sigri svartfellska landsliðsins á rúmenska landsliðinu í milliriðlakeppni EM í kvöld, 35:34, í háspennuleik í Skopje.


Svartfellingar hafa sex stig eftir fjóra leiki. Eina liðið sem getur náð þeim að stigum er þýska landsliðið. Þar sem svartfellska landsliðið vann það þýska fyrr á mótinu standa Svartfellingar betur að vígi í innbyrðis leikjum liðanna fari svo ólíklega að þau verði jöfn að stigum annað kvöld þegar riðlakeppninni verður lokið.


Rúmenar áttu veika von um sæti í undanúrslitum fyrir leikinn í dag. Þeir lögðu allt í sölurnar í viðureigninni við Svartfellinga. Það dugði ekki til. Í jöfnum leik voru Svartfellingar sterkari. Þeir náðu þriggja marka forskoti, 33:30, þegar skammt var til leiksloka. Það forskot var of mikið fyrir Rúmena til að ná upp á þeim tíma sem eftir var, ekki síst þar sem lítið var um varnir og markvörslu á báða bóga.

Tvær meiddust í lokin

Tveir leikmenn meiddust þegar hálf þriðja mínúta var til leiksloka og varð að gera hlé í nokkra stund meðan hugað var að þeim. Atvikið var afar óheppilegt. Milena Raicevic féll á gólfið og inn í vítateiginn í átökum í vörn Svartfellinga. Í kjölfarið fór Rúmeninn Sonia Seraficeanu inn úr hægra horni en rak annan fótinn í höfuð Raicevic sem fékk talsvert högg á höfuðið og hnakkann.

Seraficeanu féll einnig í gólfið og virtist meiðast á ökkla eða hné. Hún var studd af leikvelli en Raicevic var borin af leikvelli í börum eftir að hafa gert máttlausa tilraun til þess að ganga studd af velli.

Mörk Rúmeníu: Cristina Neagu 9, Eliza Buceschi 5, Lorena Ostase 4, Alexandra Dindiligan 4, Bianca Bazaliu 3, Alexandra Badea 2, Sonia Seraficeanu 2, Crina Pintea 2, Sorina Grozav 2, Ioana Pristavita 1.
Varin skot: Julia Dumanska 10, 32% – Daciana Hosu 1, 10%, Diana Ciusa 0.
Mörk Svartfjallalands: Jovanka Radicevic 8, Itana Grbic 8, Ivona Pavicevic 6, Djurdjina Jaukovic 5, Tatjana Brnovic 5, Djurdjina Malovic 2, Milena Raicevic 1.
Varin skot: Mariana Rajcic 9, 29% – Marta Batinovic 2, 14%.

Staðan í milliriðli 2:

Frakkland330088 – 646
Svartfjallaland4301113 – 1096
Spánn4112102 – 1083
Holland4112110 – 1193
Þýskaland310282 – 802
Rúmenía4103111 – 1262
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -