Frakkar, Slóvenar og Spánverjar unnu andstæðinga sína í fyrstu umferð milliriðils eitt á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Leikir þess riðils fara fram í Kraká í Póllandi. Spánverjar og Frakkar eru þar með áfram með fullt hús stiga, sex, en Slóvenar hafa fjögur. Hin þrjú liðin í riðlinum, Svartfellingar, Pólverjar og Íranir eru ekki líklegir til þess að blanda sér í baráttuna um sæti í átta liða úrslitum.
Slóvenar mættu Írönum í fyrsta leik dagsins þar sem skemmst er frá því að segja að leikmenn Írana sáu aldrei til sólar. Þeir skoruðu aðeins níu mörk í fyrri hálfleik gegn 20 mörkum Slóvena. Formsatriði var nánast að ljúka síðari hálfleik, svo miklir voru yfirburðir slóvenska liðsins sem vann með 17 marka mun, 38:21.
Mörk Írans: Mohammadreza Oraei 4, Shahab Sadeghzadeh 4, Saber Heidari Ramsheh 3, Yasin Kabirianjoo 2, Reza Yadegaridehkordi 2, Mohammadmahdi Behnamnia 2, Salaman Barbat 1, Mojtaba Heidarpour 1, Mehrdad Samsami 1, Ali Kouhzad 1.
Mörk Slóveníu: Domen Makuc 6, Aleks Vlah 5, Blaz Janc 5, Nejc Cehte 5, Dean Bombac 3, Jure Dolenec 3, Borut Mackovsek 3, Domen Novak 2, Kristjan Horzen 2, Tilen Kodrin 2, Blaz Blagotinsek 1, Tadej Mazej 1.
Réðu ekkert við Frakka
Svartfellingar eru í fyrsta sinn þátttakendur í milliriðlakeppni á HM. Þeim tókst ekki að töfra fram sínar bestu hliðar af því tilefni gegn Frökkum. Aðeins var þriggja marka munur franska liðinu í hag í hálfleik, 16:13. Í síðari hálfleik skildu leiðir. Svartfellingum féll allur ketill í eld meðan leikmenn franska liðsins óx ásmegin. Niðurstaðan var 11 marka sigur Frakka, 35:24.
Mörk Frakklands: Melvyn Richardson 10, Yanis Lenne 3, Ludovic Fabregas 3, Dylan Nahi 3, Kentin Mahe 3, Thibaud Briet 3, Nedim Remili 2, Elohim Prandi 2, Nikola Karabatic 2, Valentin Porte 1, Remi Desbonnet 1, Mathieu Grebille 1, Nicolas Tournat 1.
Mörk Svartfjallalands: Milos Bozovic 6, Aleksandar Bakic 3, Mirko Radovic 3, Bozo Andjelic 3, Branko Vujovic 3, Vuk Lazovic 2, Risto Vujacic 1, Miodrag Corsovic 1, Marko Lasica 1, Radojica Cepic 1.
Spánverjar halda sínu striki
Pólverjar reyndu hvað þeir gátu til þess að halda í við sterka Spánverja í síðasta leik fyrstu umferðar í milliriðli eitt. Heimamenn voru vel studdir af mörgum áhorfendum í íþróttahöllinni í Kraká. Spánn var marki yfir í hálfleik, 16:15.
Þegar kom fram í síðari hálfleik þá bættu þeir aðeins í forskotið og gerðu það sem þeir gera oft og tíðum þegar þarf að vinna leiki þótt lítið sé um flugeldasýningar. Lokatölur, 27:23, eftir að spænska liðið hafði skorað tvö síðustu mörkin.
HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan.
Mörk Spánar: Angel Fernandez Perez 4, Adrian Figueras Trejo 4, Alex Dujshebaev Dovichebaeva 4, Kauldi Odriozola Yeregui 3, Joan Canellas Reixach 3, Pol Valera Rovira 2, Ferran Sole Sala 2, Gedeon Guardiola Villaplana 2, Daniel Dujshebaev Dovichebaeva 2, Agustin Casado Marcelo 1.
Mörk Póllands: Szymon Sicko 7, Arkadiusz Moryto 5, Piotr Jedraszczyk 4, Jan Czuwara 3, Michal Olejniczak 2, Bartlomiej Bis 2