- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hvaða lið komast í undanúrslit?

Rússneska handknattleikskonan Marketa Jerabkova leikmaður Evrópumeistara Vipers sækir að vörn andstæðinganna. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þessi helgi er mikill örlagavaldur fyrir félögin átta sem eftir eru í Meistaradeild kvenna í handknattleik en þá fara fram seinni leikir 8-liða úrslita. Sigurvegarar leikjanna fá farseðilinn í Final4, úrslitahelgina, sem fer fram í Búdapest 3. og 4. júní.

Leikur helgarinnar að mati EHF er leikur CSM Búkaresti og Esbjerg þar sem að rúmenska liðið freistar þess að vinna upp fjögurra marka mun frá fyrri leiknum. Leikmenn CSM eru staðráðnar í að láta söguna frá því í fyrra ekki endurtaka sig þegar þær duttu út í 8-liða úrslitum, einmitt fyrir Esbjerg.

Í hinum leikjunum eigast við Vipers og Rapid Búkaresti, Györ tekur á móti Odense og Metz mætir FTC. Liðin sem eru á heimavelli verða að teljast líklegri til þess að hreppa farseðlana eftirsóttu en öll sátu þau yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar.

Leikir helgarinnar

Laugardagur 6. maí:

Vipers – Rapid Búkaresti | kl 14 | Beint á EHFTV
(31-25 eftir fyrri leikinn)

  • Meistarar tveggja síðustu ára, Vipers, eru líklegri til þess að tryggja sér sæti í Final4 þriðja árið í röð eftir að hafa unnið fyrri leikinn með sex marka mun í Búkarest.
  • Vipers er með besta árangurinn á heimavelli á þessari leiktíð ásamt Metz. Hvort lið hefur unnið sjö leiki í röð á heimavelli.
  • Árangur rúmenska liðsins á útivelli veldur áhyggjum. Rapid hefur unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað fjórum á útivelli á þessari leiktíð.
  • Marketa Jerabkova vinstri skytta Vipers hefur skorað 102 mörk á keppnistímabilinu en það er aðeins 27 mörkum færra en þær Sorina Grozav og Eliza Buceschi hafa skorað samtals fyrir Rapid.
Sænska handknattleikskonan Jamina Roberts á auðum sjó í fyrri leiknum við Rapid í Búkarest um síðustu helgi. Mynd/EPA

Györ – Odense | kl 16 | Beint á EHFTV
(29-27 eftir fyrri leikinn)

  • Ef Göyr tekst að verja tveggja marka forskot sitt eftir fyrri leikinn mun það verða í áttunda skipti sem liðið kemst í Final4.
  • Ungverska liðið hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli á leiktíðinni en það var gegn Metz í þriðju umferð riðlakeppninnar.
  • Odense hefur gengið vel á útivelli til þessa í Meistaradeildinni – unnið fimm af átta útileikjum sínum.
  • Bo van Wetering vinstri hornamaður Odense er markahæst í danska liðinu með 69 mörk en hjá Györ er Ana Gros markahæst með 74 mörk.

Sunnudagur 7. maí:

Metz – FTC | kl 12 | Beint á EHFTV
(32-26 eftir fyrri leikinn)

  • Metz eru taplaust í tíu leikjum eftir að hafa unnið FTC um síðustu helgi og er líklegra til þess að komast í Final4 í þriðja sinn.
  • Ungverska liðið þarf að bæta skotnýtinguna hjá sér ef það ætlar sér að eiga möguleika á að vinna upp sex marka forskot franska liðsins.
  • Hatadou Sako markvörður Metz var lykillinn að sigri franska liðsins um síðustu helgi. Hún varði 19 skot, 45%.
  • Katrin Klujber er markahæst hjá FTC með 101 mark.
Anett Kisfaludy leikmaður FTC t.v verst Louise Katharina Vinter Burgaard leikmanni Metz. Mynd/EPA

CSM Búkaresti – Esbjerg | kl 14| Beint á EHFTV
(28-32 eftir fyrri leikinn)

  • Rúmenska liðið hefur ekki unnið seinni leik í 8-liða úrslitum frá tímabilinu 2016/17.
  • Esbjerg hefur tapað fjórum leikjum á keppnistímabilinu, þremur með tveimur mörkum og einum með aðeins einu marki.
  • CSM er taplaust á heimavelli á þessari leiktíð, hefur unnið fimm leiki og gert tvö jafntefli. Þetta er besti árangur liðsins á heimavelli frá upphafi í Meistaradeild kvenna.
  • Henny Reistad leikmaður Esbjerg og Cristina Neagu leikmaður CSM eru tvær markahæstu í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Reistad, sem skorað hefur 126 mörk á möguleika að rjúfa 150 marka múrinn en það hefur engum tekist frá því að Natalia Morskova gerði það tímabilið 1995/96. Neagu hefur skorað 112 mörk.
  • CSM hefur unnið fimm af síðustu 11 viðureignum þessara liða þó engan frá því í febrúar 2021.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -