- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU19: Ekki er slegið slöku við æfingar fyrir fyrsta leik

Mynd/HSÍ-MKJ
- Auglýsing -

Strákarnir í U19 ára landsliðinu æfðu af miklum móð í keppnishöllinni í Koprivnica eftir hádegið í dag undir stjórn Heimis Ríkarðssonar og Einars Jónssonar. Eftir langan og strangan ferðadag í gær var kærkomið að komast í æfingasalinn og ná úr sér ferðastrengjunum um leið og fínpússuð voru ýmis atriði fyrir fyrsta leikinn á heimsmeistaramótinu á morgun.


Íslenska liðið mætir Tékkum í fyrstu umferð riðlakeppni HM á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 13.30. Handbolti.is verður með textalýsingu frá leiknum auk þess sem streymi verður aðgengilegt hjá handbolti.is

Ekkert er að frétta af 22 af 26 ferðatöskum liðsins sem hafa sennilega orðið eftir á Charles de Gaulle-flugvelli í París þar sem millilent var. Vonir standa til þess að farangurinn skili sér í kvöld eða í nótt til Zagreb þaðan sem hann verður fluttur til bækistöðva landsliðsins á hóteli í bænum Đurđevac, nærri landamærum Króatíu að Ungverjalandi. Frá Đurđevac að keppnishöllinni í Koprivnica er ríflega hálf tíma akstur.

Hemir Ríkarðsson annar þjálfara landsliðsins sagði við handbolta.is í morgun að aðbúnaður á hótelinu í Đurđevac virtist viðunandi. Á hótelinu búa einnig landslið Brasilíu, Barein, Tékklands, Egyptalands og Spánar.


Leikmenn voru með keppnisskó í bakpokum auk þess sem eitthvað af æfingafatnaði var í töskunum fjórum sem komust á leiðarenda með strákunum í gærkvöld. Boltar og harpix var fengið að láni hjá mótshöldurum.

Auk æfingar verður tvisvar fundað í dag og farið rækilega yfir landslið Tékka.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá æfingunni í dag. Smellið á myndirnar til að sjá þær í hærri upplausn.

Leikir Íslands C-riðli:
2. ágúst kl. 13.30: Ísland - Tékkland.
3. ágúst kl. 13.30: Ísland - Japan.
5. ágúst kl. 13.30: Ísland - Egyptaland.
Leikirnir verða sendir út á youtuberás IHF. Streymi verður aðgengilegt á handbolti.is. Einnig verður textalýsing frá öllum leikjum Íslands á handbolti.is.

Íslenski keppnishópurinn
Markverðir:
Ísak Steinsson, Ros/Drammen (Noregi).
Breki Hrafn Árnason, Fram.
Aðrir leikmenn:
Andri Fannar Elísson, Haukum.
Birkir Snær Steinsson, Haukum.
Daníel Örn Guðmundsson, Val.
Eiður Rafn Valsson, Fram.
Elmar Erlingsson, ÍBV.
Haukur Ingi Hauksson, HK.
Hans Jörgen Ólafsson, Selfossi.
Hinrik Hugi Heiðarsson, ÍBV.
Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV.
Kjartan Þór Júlíusson, Fram.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, KA.
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Val.
Össur Haraldsson, Haukum.
Starfsmenn:
Einar Jónsson, þjálfari.
Heimir Ríkarðsson, þjálfari.
Haukur Ólavson, liðsstjóri.
Ísak Sigfússon, sjúkraþjálfari.
Magnús Kári Jónsson, fararstjóri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -