Meistaradeild kvenna hefst laugardaginn 12. september og við á handbolti.is ætlum að nota þessa viku í það að kynnast þeim liðum 10 liðum sem við teljum munu berjast um að komast í Final4 úrslitahelgina í Búdapest í maí. Við hefjum þessa kynningu á dönsku liðunum Odense og Team Esbjerg.
Odense
Ulrik Kirkely er kominn aftur við stjórnvölin hjá Odense og hefur hann bætt töluvert við leikmannahópinn hjá liðinu. Nú reynir á hversu hratt hann kemur þeim inní leikskipulagið hjá sér ef liðið ætlar að ná langt í keppninni. Með því að fá Lois Abbing til liðsins og sameina þannig krafta hollenska dúettsins, hennar og Nycke Groot, ásamt því að hafa á að skipa einu besta markvarðapari Meistaradeildarinnar, Tess Wester og Althea Reinhartd, hefur danska liðið alla möguleika á að bæta árangurinn frá tímabilinu 2018/2019 þegar það náði í 8-liða úrslit.
Lykilleikmaðurinn: Nycke Groot
Eftir að hafa unnið Meistaradeildina þrjú ár í röð með ungverska liðinu Györ ákvað Nycke Groot að færa sig um set yfir til Odense og nú snýr hún aftur í keppni þeirra bestu í Meistaradeildinni. Eftir að hún ákvað að gefa ekki kost á sér í hollenska landsliðið hafa unnendur kvennahandboltans ekki mikið séð til hennar. Ljóst er að það verður fylgst vel með henni í Meistaradeildinni í vetur. En það eru þó til efasemdarmenn sem hafa áhyggjur af því að hún hafi ekki gæði til að spila á þeim styrk lengur. Við teljum líklegra að þessi pása sem Groot hefur fengið frá alþjóðabolta hafi gert henni gott og að hún komi til með að láta ljós sitt skína í vetur.
Hvernig meta þær sína getu:
Eftir að hafa ekki fengið þátttökurétt í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð ákváðu forráðarmenn félagsins að blása í herlúðra í sumar. Framkvæmdarsjóri félagsins, Lars Peter Hermansen, fer ekkert leynt með sína framtíðarsýn fyrir félagið og sagði það ætla að gera sig gildandi í evrópskum handbolta. Kamilla Larsen, fyrirliðið liðsins, er heldur hógværari í sinni nálgun. „Við erum nýtt lið með marga nýja leikmenn og það kemur til með að vera skemmtilegt að fá að spila gegn mörgum af bestu leikmönnum heims“. Larsen hlakkar líka mikið til að mæta ríkjandi meisturum. “Það er alltaf kærkomin reynsla að spila gegn Györ. Andrúmsloftið í höll liðsins er einstakt og við höfum öll saknað þeirrar tilfinningar að fá að spila fyrir fram áhorfendur, ekki síst eftir þetta langa hlé vegna Covid.“
Komnar / Farnar:
Komnar: Helena Elver (Aarhus United), Malene Aambakk (Molde HK), Lois Abbingh (Rostov-Don), Rikke Iversen (Silkeborg-Voel KFUM), Anne Cecilie La Cour (København Håndbold), Ayaka Ikehara (Nykøbing F. Håndboldklub), Angelica Wallén (Nykøbing F. Håndboldklub), Katja Johansen (DHG Odense).
Farnar: Suzanne Bækhøj (DHG Odense), Nathalie Hagman (Nantes Atlantique), Susanne Madsen (Horsens Håndbold Elite), Ingvild Bakkerud (Herning-Ikast Håndbold), Mette Tranborg (Team Esbjerg), Anne Mette Pedersen (retired), Trine Østergaard (SG BBM Bietigheim), Nadia Offendal (Paris 92), Stine Jørgensen (SG BBM Bietigheim), Kathrine Heindahl (CSKA).
Team Esbjerg
Eftir að hafa komið eins og stromsveipur inní Meistaradeildina á síðustu leiktíð eru kröfurnar á liðið orðnar meiri. Vegna mikilla meiðslavandræða mun Jesper Jensen, þjálflari liðsins, þurfa að endurskipuleggja leikstíl þess ef það ætlar að gera atlögu að Final4 úrslitahelginni í Búdapest.
Stærsta spurningin: Hver mun fylla skarð Estavana Polman?
Liðið varð fyrir miklu áfalli núna á undirbúningstímabilinu þegar að Estavana Polman sleit krossband í hægra hné. Þar með varð ljóst að þessi frábæra handknattleikskona kæmi ekki til með að spila á þessari leiktíð og það mun valda Jesper Jensen töluverðum hausverk. Það er ekki hlaupið að því að fylla skarð sem leikmaður af hennar styrkleika skilur eftir sig. Esbjerg þarf þar af leiðandi að breyta leikstíl sínum og treysta hugsanlega meira á skot utan af velli frá Kristine Breistol og Mette Tranborg, sem og að reyna að búa til pláss á miðjunni fyrir Sonju Frey.
Lykilleikmaður: Sonja Frey
Sonja Frey átti án efa sitt allra besta tímabili á síðustu leiktíð þar sem hún ásamt þeim Estavana Polman og Line Jörgensen myndaði sterkt þríeyki sem hjálpaði liðinu að ná fræknum sigrum gegn sterkum liðum. Núna þegar Polman er meidd og Jörgensen er í barneignarleyfi verður Sonja Frey að aðlagast nýjum leikmönnum. Þær Breistol og Tranborg eru með öðruvísi leikstíl sem mun veita Frey meira frelsi á miðjunni en reynsluleysi þeirra þýðir að Sonja Frey fær meiri ábyrgð á sínar herðar.
Hvernig meta þær sína getu:
Fyrirliði liðsins, Marit Malm Frafjord, er staðráðin í því að láta snubbóttan endi á síðustu leiktíð ekki hafa áhrif á sig og er ákveðin í að hjálpa liðinu til þess að ná stöðugleika sem eitt af betri liðum álfunnar. “Við náðum nokkrum góðum úrslitum á síðustu leiktíð og mín helsta hvatning fyrir þetta tímabil er að ná að sýna fólki að árangur síðasta tímabils var engin tilviljun. Við viljum sýna að við erum sterkt lið. Við verðum erfiður andstæðingur fyrir alla. Sterk lið eru í okkar riðli en við höfum sýnt það að við getum tekið stig á móti öllum liðum þegar við spilum okkar besta leik og ég vona að okkur takist það líka á þessari leiktíð.”
Komnar: Mette Tranborg (Odense Håndbold), Kaja Kamp (TTH Holstebro), Stella Muir (yngra lið).
Farnar: Clara Monti Danielsson (BV Borussia 09 Dortmund), Rut Arnfjörð Jónsdóttir (KA/Þór), Lene Østergaard (Randers HK), Pernille Johannsen (SønderjyskE).