- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Óðinn, Sandra, Arnór, Tumi, Elías, Axel, Dagur, Hafþór, Róbert, Ásgeir, Tryggvi

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og leikmaður Kadetten í Sviss. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði níu mörk í 12 skotum, þar af fjögur mörk úr vítaköstum, í fjögurra marka sigri Kadetten Schaffhasuen á heimavelli þegar liðið fékk Wacker Thun í heimsókn í svissnesku A-deildinni í handknattleik í gær. Lokatölur 32:28. Kadetten er efst með fimm stig eftir þrjár umferðir. 
  • Sandra Erlingsdóttir skoraði tvö mörk úr fimm skotum þegar Metzingen tapaði með sex marka mun á heimavelli, 31:25, fyrir meisturum Bietigheim í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Viðureignin markaði upphaf annarar umferðar deildarinnar. 
  • Lærisveinar Arnórs Atlasonar í TTH Holstebro töpuðu illa fyrir Bjerringbro/Silkeborg, 33:21, á útivelli í upphafsleik fjórðu umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í gær. Bjerringbro/Silkeborg var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:10. TTH Holstebro situr í 10. sæti með tvö stig eftir fjóra leiki. 
  • Tumi Steinn Rúnarsson og samherjar í Coburg komust örugglega áfram í næstu umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í gærkvöld. Coburg vann TuS Fürstenfeldbruck á útivelli, 40:29. Tumi Steinn skoraði ekki mark í leiknum í þremur tilraunum. 
  • Fredrikstad Bkl. komst í næstu umferð norsku bikarkeppninnar í kvennaflokki í gær þegar liðið vann Nordstrand, 27:23, á útivelli. Elías Már Halldórsson er þjálfari Fredrikstad Bkl.
  • Storhamar, sem Axel Stefánsson þjálfar við annan mann, komst auðvelda áfram í aðra umferð bikarkeppninnar í kvennaflokki. Storhamar lagði Kjelsås, 54:21. 
  • Dagur Gautason skoraði tvö mörk, þar af annað úr vítakasti, og Hafþór Már Vignisson skoraði eitt mark í öruggum sigri ØIF Arendal á Nøtterøy, 30:20, í fyrstu umferð bikarkeppninnar í karlaflokki í Noregi í gær. 
  • Ásgeir Snær Vignisson skoraði fjórum sinnum fyrir Fjellhammer í stórsigri á Gøy HK, 40:21, í gær en leikurinn var liður í fyrstu umferð norsku bikarkeppninnar. 
  • Róbert Sigurðarson og félagar í Drammen áttu einnig auðvelda leið í aðra umferð norsku bikarkeppninnar. Þeir unnu Grenland Topphåndballklubb, 35:19, á útivelli. Róbert skoraði eitt mark fyrir Drammen en hann er annars helsti varnarmaður liðsins. 
  • Tryggvi Þórisson og liðsmenn Sävehof komust í gær í átta liða úrslit sænsku bikarkeppninnar. Sävehof vann Malmö öðru sinni í 16-liða úrslitum á heimavelli í gær, 36:26, og þar með samanlagt 66:45 samanlagt í tveimur leikjum.  Tryggvi skoraði ekki mark í leiknum í gær.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -