- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hafa verið fastagestir á síðustu stórmótum

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari fylgist haukfránum augum með leik frá hliðarlínunni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við vitum helling um þær þótt þær hafi ekki spilað æfingaleiki í aðdraganda HM. Slóvenar hafa verið fastagestir á síðustu stórmótum og eru með hörkulið. Um það er engum blöðum að fletta,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í samtali við handbolta.is í gær spurður um fyrsta andstæðing Íslands á HM í dag, landsliðs Slóveníu sem hafnaði í áttunda sæti á Evrópumótinu fyrir ári.


„Uppistaða slóvenska landsliðsins eru leikmenn sem leika með nokkrum af bestu liðum heims. Þar á meðal Ana Gros sem er frábær leikmaður,“ sagði Arnar sem vonast til þess að geta komið þeim í opna skjöldu.

„Þetta er gott lið en á góðum degi þá getum við gert góða hluti á móti þeim. Á því leikur enginn vafi,“ sagði Arnar sem talaði ekki af sér frekar en áður.

Fengum mörg svör

Arnar segir vonir sínar vera svipaðar fyrir og eftir æfingamótið sem fram fór um síðustu helgi í Lillehammer. „Við fengum mikið út úr mótinu. Svörin voru mörg. Í sumum tilfellum getum við unnið í þeim þessa dagana. Einnig vannst margt sem við tökum með okkur heim og vinnum í áfram.

Framundan eru leikir við lið sem fyrirfram eru sterkari en við og jafnvel töluvert sterkari. Við verðum að stilla væntingum í hóf en um leið gera þá kröfu að við náum að hámarka frammistöðu okkar í hverjum leik og fá eins mikið út úr þátttökunni og hægt er. Til þess þurfum við að stilla af spennustigið ásamt öðru,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna í samtali við handbolti.is.

Hverjar eru konurnar 18 í fyrsta HM-hópnum í 12 ár?

Leikir Íslands á HM:
30. nóvember: Slóvenía - Ísland, kl. 17.
2. desember: Ísland - Frakkland, kl. 17.
4. desember: Angóla - Ísland, kl. 17.
- Leikið verður í Stavanger Idrettshall (DNB-Arena) sem rúmar 4.100 áhorfendur í sæti.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -